Fréttir

true

Komin sál í húsið

Fyrr í sumar kom út kynningarblað um Dali. Blaðið var samstarfsverkefni Dalabyggðar og Skesshorns. Meðal annars var í blaðinu rætt við hjónin Guðlaugu Kristinsdóttur og Sigurð Ólafsson sem fluttu í Búðardal og hafa búið sér þar nýja framtíð. Viðtalið tók Guðrún Jónsdóttir blaðamaður og fer það hér á eftir. Við Sunnubraut í Búðardal stendur fallegt…Lesa meira

true

Heilluðust af Skarðsströndinni og útsýninu yfir Breiðafjörðinn – úr Sarpi

Fyrir tíu árum birtist viðtal í Skessuhorni við hjónin Þóru Sigurðardóttur og Sumarliða Ísleifsson. Þau ræddu uppbyggingu sína á jörðinni Nýp á Skarðsströnd. Síðan viðtalið birtist hefur mikið vatn runnið til sjávar en Nýp er enn á sínum stað. Hótel og menningarmiðstöð þeirra þeirra hjóna hefur vakið verðskuldaða athygli og viðurkenningu víða. Kristján Gauti Karlsson…Lesa meira

true

Fremur róleg helgi að mati lögreglu

Verslunarmannahelgin hefur verið nokkuð róleg að mati lögreglunnar á Vesturlandi. Umferð hefur að vanda verið mikil í umdæminu. Lögreglan hefur verið með virkt umferðareftirlit og fram til þessa þurft að hafa afskipti af 33 ökumönnum vegna ýmissa umferðarlagabrota að sögn Kristjáns Inga Hjörvarssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Tvö umferðaróhöpp hafa verið tilkynnt til lögreglu. Annars vegar bílvelta á…Lesa meira

true

Gasmengun spáð á Akranesi og síðar víðar á Vesturlandi

Í dag sunnudag er spáð suðvestlægri átt og því berst gasmengun til norðausturs í átt að höfuðborgarsvæðinu og á Akranes að mati Veðurstofunnar. Sunnanátt seint í kvöld og í nótt og þá berst gasmengun víðar um Vesturland líkt og sjá má á spákorti. Hins vegar er spáð vestlægri átt um hádegi á morgun og þá…Lesa meira

true

Hér er allt sem við þurfum – úr Sarpi

Fyrr í sumar kom út kynningarblað um Dali. Blaðið var samstarfsverkefni Dalabyggðar og Skesshorns. Meðal annars var í blaðinu rætt við hjónin Justynu og Szymon Bartkowias sem fluttu til Íslands og settust að í Búðardal. Viðtalið tók Guðrún Jónsdóttir blaðamaður og fer það hér á eftir. Það er stór ákvörðun að flytja búferlum frá heimalandi…Lesa meira

true

Mest fólksfjölgun í Grundarfirði

Íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 140 á fyrri hluta þessa árs. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Í árslok 2024 voru íbúar á Vesturlandi 17.780 en í lok júní voru þeir 17.920. Fjölgunin er því 0,79% á sex mánuðum. Mest fjölgaði íbúum í Grundarfirði á fyrri hluta ársins eða um 2,41% úr 830…Lesa meira

true

Sæludagar í Vatnaskógi um helgina

Árlegir Sæludagar KFUM & KFUK verða haldnir í Vatnaskógi nú um verslunarmannahelgina. Hátíðin er vímuefnalaus fjölskylduhátíð og hófst hún í gærkvöldi. Dagskrá helgarinnar er þéttskipuð frá morgni til kvölds. Má þar nefna tónleika VÆB í kvöld kl.21:15 og á laugardagskvöldið kl.21 hefjast tónleikar Unu Torfa og hljómsveitar hennar.Lesa meira

true

Mikil barátta framundan fyrir hagsmunum Íslands

Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segir að verði niðurstaðan sú að verndartollar verði lagðir á islenskt kísiljárn sé opin leið fyrir Evrópusambandið að gera slíkt hið sama við flestar sjávarafurðir frá Íslandi og því sé málið ekki einvörðungu bundið við Elkem á Grundartanga og sveitarfélögin tvö, Akranes og Hvalfjarðarsveit. Fá mál stærri og hugsanlega afdrifaríkari…Lesa meira

true

Gul viðvörun við Faxaflóa og Snæfellsnes

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð.   Við Faxaflóa er spáð sunnan 13-20 m/s og vindhviðum allt að 25-30 m/s við fjöll. Varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Viðvörunin gildir til kl.18 í dag. Við Breiðafjörð er spáð sunnan og suðaustan 13-23 m/s, hvassast á norðanverðu Snæfellsnesi þar…Lesa meira

true

Gul viðvörun: Það hvessir, það rignir en það styttir alltaf upp og lygnir

Þrátt fyrir að veðurspár hafi tekið nokkrum breytingum undanfarna daga virðist samt nokkuð ljóst að verslunarmannahelgin, þessi mikla umferðar-, útivistar- og skemmtihelgi byrjar með frekar miklum hvelli á Vesturlandi og það jafnvel í orðsins fyllstu merkingu. Það er nánast með tár á hvarmi sem blaðamaður segir frá því að Veðurstofan hefur nú gefið út gula…Lesa meira