Fréttir

true

Stig til ÍA með skrítnu marki í blálokin

Lið ÍA og Vals skyldu jöfn á Elkem-vellinum á Akranesi í gærkvöldi. Þegar leið á fyrri hálfleik leiksins var fátt sem benti til þess að Skagamenn fengju stig úr leiknum því leikmenn Vals byrjuðu hann af miklum krafti og strax á 16. mínútu skoraði Patrick Pedersen fyrir Val.  Markið fer í sögubækurnar því þetta var…Lesa meira

true

Veiddi hálfrar aldar gamalt merkispjald frá HB&Co

Patrekur Þór Borgarsson var ásamt föður sínum og systur við veiðar í Eyrarvatni í Svínadal. Ætlunin var að veiða silung og jafnvel lax sem gengur upp í vötnin. En í stað hefbundinnar veiði fékk Patrekur á færið, úti á miðju vatninu, um fimmtíu ára gamlan HB&Co merkimiða. „Pabbi minn varð alveg rosa glaður með þetta,…Lesa meira

true

Síðustu sumartónleikarnir í Hallgrímskirkju á sunnudaginn

Skálholtstríóið leikur á síðustu tónleikum sumarsins í Hallgrímskirkju í Saurbæ sunnudaginn 10. ágúst kl. 16.00. Tríóið skipa Jón Bjarnason á orgel og píanó og trompetleikararnir Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Jóhann Stefánsson. Skálholtstríóið er eins og nafnið gefur til kynna tengt Skálholti en þar hafa þeir félagar leikið við hinar ýmsu kirkjuhátíðir og athafnir.  Í seinni…Lesa meira

true

Eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lokið

Eldgosinu sem hófst 16.júlí á Sundhnúksgígaröðinni er formlega lokið að mati Veðurstofu Íslands. Þrátt fyrir goslok eru áfram lífshættulegar aðstæður á svæðinu vegna óstöðugs hrauns  og mögulegrar gasmengunar. Landris er að sögn Veðurstofu hafið á ný og kvikustreymi undir Svartsengi heldur áfram.Lesa meira

true

Verslunarmannahelgin gekk vel að mati lögreglunnar á Vesturlandi

Verslunarmannahelgin gekk vel í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi að sögn Kristjáns Inga Hjörvarssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Hann segir öflugu eftirliti hafa verið haldið uppi í umdæminu alla helgina og engin alvarleg umferðarslys hafi komið inn á borð lögreglunnar. Einnig var lögreglan með eftirlit með skemmtanahaldi og með stöðum þar sem fólk kom saman. Kristján Ingi segir allt…Lesa meira

true

Félögin á toppi og botni mætast í kvöld

Í kvöld mætast liðin á toppnum og botninum í Bestu deildinni knattspyrnu þegar lið Vals og ÍA etja kappi á Elkem-vellinum á Akranesi. Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna í sumar. Að loknum 16 umferðum eru Valsmenn efstir í deildinni með 33 stig en lið ÍA situr í neðsta sæti deildarinnar með 15 stig.…Lesa meira

true

Samfylkingin hreppir fylgi stjórnarflokkanna í Norðvesturkjördæmi

Samkvæmt skoðanakönnun sem Þjóðarpúls Gallup vann fyrir Ríkisútvarpið ríflega tvöfaldar Samfylkingin fylgi sitt í Norðvesturkjördæmi. Flokkurinn sækir aukið fylgi sitt að mestu til hinna stjórnarflokkanna Viðreisnar og Flokks fólksins. Aðrir flokkar flokkar í með kjörna menn í kjördæminu fá nánast sama fylgi og í kosningunum í október Könnunin fór fram  dagana 1.-31.júlí. Spurt var: Ef…Lesa meira

true

Fjölmenni tók þátt í Flemming púttmótinu á Hvammstanga

Að þessu sinni fór Flemmingpúttmótið í golfi fram á Hvammstanga í blíðskapar veðri, sól og góðum hita undir lok júlí. Þátttaka var góð en alls voru 40 sem spiluðu og komu frá hinum ýmsu stöðum; Hvammstanga, Borgarbyggð, Akranesi, Mosfellsbæ, Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Að venju var boðið upp á veitingar. Þetta er í fimmtánda sinn…Lesa meira

true

Suðlægar og suðvestlægar áttir næsta sólarhringinn

Þó dregið hafi verulega úr gosvirkni á Reykjanesi er ennþá möguleiki á mengun frá gosmóðu, Í dag er spáð  suðlægri eða suðvestlægri átt og berst þá gasmengun til norðurs og norðausturs. Hæg suðlæg átt fyrripart morgundagsins og berst þá gasmengun einkum til norðurs.Lesa meira

true

Skagamenn frá Svíþjóð á Unglingalandsmóti UMFÍ

Unglingalandsmóti UMFÍ lauk á Egilsstöðum í gærkvöldi. Mótið var fjölmennt og afar vel heppnað og veðrið skartaði sínu fegursta. Keppendur komu víða að af landinu, flestir þeirra með sínum nánustu. Sumir keppendur og aðstandendur þeirra komu þó lengra að en aðrir. Meðal keppenda undir merkjum Ungmennasambands Borgarfjarðar voru systkinin Eyja Rún og Ari Freyr Gautabörn.…Lesa meira