Fréttir

true

Aukinn viðbúnaður lögreglunnar á Vesturlandi um helgina

Lögreglan á Vesturlandi verður með aukinn viðbúnað nú um verslunarmannahelgina. Að sögn Kristjáns Inga Hjörvarssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti Lögreglustjórans á Vesturlandi. Hann segir að bætt verði í löggæslu, fleiri verði á vakt en venjulega og aukinn viðbúnaður um nætur. Áhersla verði lögð á eftirlit með umferð enda yfirleitt mjög þung umferð í umdæminu um verslunarmannahelgi.…Lesa meira

true

Jón Grétar nýr kennsluforseti Landbúnaðarháskólans

Doktor Jón Grétar Sigurjónsson var á dögunum ráðinn kennsluforseti Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Jón Grétar er með doktorspróf í sálfræði frá National University of Ireland, Galway. Áður lauk hann BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur undanfarin ár starfað sem kennslustjóri við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands þar sem hann hefur leitt umfangsmiklar skipulagsbreytingar þar sem…Lesa meira

true

Gasmengunar gæti orðið vart á Snæfellsnesi

Gosið á Reykjanesi hefur verið með nokkuð stöðugu móti undanfarinn sólarhring. Gosmóðu varð vart í litlum mæli á Suðurlandi og  á höfuðborgarsvæðinu í nótt en loftgæði hafa verið góð. Gasdreifingaspá gerir ráð fyrir sunnan og suðvestlægum áttum sem bera gasmengun til norðurs í átt að Snæfellsnesi. Gæti mengunar því orðið vart þar í dag og…Lesa meira

true

Innviðaráðherra með samráðsfundi í öllum landshlutum

Eyjólfur Ármannsson innviðaráherra hefur boðað til sérstakra samráðsfunda með íbúum í öllum landshlutum og fara þeir fram í ágúst. Fjárfest í innviðum til framtíðar er yfirskrift fundanna og er tilgangurinn með þeim að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka innviðaráðuneytisins, samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Einhverjum kann að koma…Lesa meira

true

Uppbyggingarsjóður Vesturlands leitar umsókna

Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og er umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Landshlutasamtök sveitarfélaga, utan höfuðborgarsvæðisins, starfrækja uppbyggingarsjóði sóknaráætlana hvert í sínum…Lesa meira

true

Varað við talsverðum vindhviðum í kvöld á Vesturlandi

Vegagerðin hefur sent út ábendingu um að spáð sé vaxandi vindi þegar líður á daginn. Frá því um kl.18 síðdegis í dag og fram yfir miðnætti í kvöld megi búast við vindhviðum yfir 25 m/s á stöðum eins og á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og utantil á Snæfellsnesi. Veður gæti því verið erfitt fyrir…Lesa meira

true

Tollamálið verður fyrst og fremst leyst á pólitískum vettvangi

Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu í morgun með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna fyrirætlana Evrópusambandsins um að leggja verndartolla á kísilmálm frá Íslandi og Noregi. Það var Ólafur Adolfsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður kjördæmisins sem óskaði eftir fundinum þegar þessar hugmyndir komu fram. Í samtali við Skessuhorn segir Ólafur að fundurinn í morgun hafi verið upplýsandi…Lesa meira

true

Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu

Stjórn Hvals hf. hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu til viðurkenningar bótaskyldu vegna tjóns sem talið er að fyrirtækið hafi beðið vegna ákvörðunar þáverandi matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, um að stöðva hvalveiðar sumarið 2023. Þetta kemur fram í frétt á vef Viðskiptablaðsins í dag. Þar kemur einnig fram að fyrirtækið hafi áður óskað eftir viðræðum við…Lesa meira

true

Stórt tap gegn Póllandi

Landslið Íslands í körfuknattleik U18 mátti þola stórt tap í gær þegar liðið mætti Póllandi á Evrópumótinu sem nú stendur yfir í Petesti í Rúmeníu. Sem fyrr var Sturla Böðvarsson leikmaður Snæfells í byrjunarliði landsliðsins í leiknum. Skemmst er frá því að segja að í leiknum mættu okkar menn ofjörlum sínum og lauk leiknum í…Lesa meira

true

Heildartekjur kynjanna jafnar í Stykkishólmi en ójafnastar í Snæfellsbæ

Heildartekjur kynjanna voru nánst jafnar í Sveitarfélaginu Stykkishólmi á árinu 2024. Þar voru heildartekjur karla að meðaltali 10,853 milljónir en kvenna 10,851 milljónir króna á árinu. Einnig var munur heildarlauna mjög lítill í Eyja- og Miklaholtshreppi. Þar voru laun karla að meðaltali 7,061 milljónir króna og meðallaun  kvenna 7,279 milljónir króna á árinu 2024. Er…Lesa meira