
Ólafur Adolfsson alþingismaður Norðvesturkjördæmis.
Tollamálið verður fyrst og fremst leyst á pólitískum vettvangi
Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu í morgun með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna fyrirætlana Evrópusambandsins um að leggja verndartolla á kísilmálm frá Íslandi og Noregi. Það var Ólafur Adolfsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður kjördæmisins sem óskaði eftir fundinum þegar þessar hugmyndir komu fram.