Fréttir

true

Tap hjá Vesturlandsliðunum í annarri deildinni

Fimmtánda umferð annarrrar deildarinnar í knattspyrnu karla var leikin í gærkvöldi. Vesturlandsliðin Víkingur Ólafsvík og Kári á Akranesi fóru halloka í leikjum sínum. Lið Kára fékk lið Kormáks/Hvatar í heimsókn í Akraneshöllina. Abdelhadi Khalok Bouzarri skoraði fyrsta mark gestanna á 18.mínútu og á 43.mínútu bætti Goran Potkozarac öðru marki þeirra við og þannig stóðu leikar…Lesa meira

true

Gasmengunar gæti orðið vart í nótt

Ennþá mallar gosið í einum gíg á Reykjanesi. Lítil gasmengun mældist á landinu í nótt. Samkvæmt spám Veðurstofunnar mun  gasmengun leita í austur í dag. Í kvöld og nótt er hins vegar spáð suðvestlægri átt og þá leitar gasmengunin til norðausturs og austurs og gæti hennar þá orðið vart á Vesturlandi og Snæfellsnesi. Á morgun…Lesa meira

true

Sveitarstjórnarmenn á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit funda með utanríkisráðherra

Sveitarstjórnarmenn á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit munu funda í dag með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna frétta undanfarinna daga um þá ætlun Evrópusambandsins að taka upp verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi. Fundurinn mun snúast um hagsmuni starfsmanna og samfélagsins og hvernig málið ber að. Það segir til um alvarleika málsins að  líkt og…Lesa meira

true

Góður sigur á Keflavík

Skagastúlkur sóttu þrjú stig í gærkvöldi til Keflavíkur þegar þær mættu Keflavík á HS Orkuvellinum í Keflavík í gærkvöldi í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Lið ÍA og kom ákveðið til leiks og á 20.mínútu skoraði Birgitta Lilja Sigurðardóttir fyrsta mark leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Það var svo á 80.mínútu sem Madison Brooke…Lesa meira

true

Philip Daniel leikur á sumartónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ

Píanóleikarinn og tónskáldið Philip Daniel leikur á sumartónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Hann er frá Bandarikjunum og dvaldi á Íslandi árið 2019 og hreifst þá mjög af landinu. Hann er því snúinn aftur og mun leika tónlist sína bæði á flygil og hljómborð. Philip er með meistaragráðu í píanóleik frá UMKC Conservatory og BA-gráðu í…Lesa meira

true

Mest fjölgun gistinótta á Vesturlandi og Vestfjörðum

Gistinóttum í júní fjölgaði mest allra landshluta á Vesturlandi og Vestfjörðum eða um 30,5% ef miðað er við sama mánuð í fyrra.  Þetta kemur fram tölum frá Hagstofunni. Af öðrum landshlutum má nefna að fjölgun varð á Austurlandi um 21,5% og á Suðurnesjum um 11,5%. Á landinu öllu fjölgaði gistinóttum um 9,4% í júní. Í…Lesa meira

true

Kaupendamarkaður ríkir í fasteignaviðskiptum

Svo virðist sem kaupendamarkaður ríki í fasteignaviðskiptum ef marka má spurningakönnun sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun lagði fyrir fasteignasala í upphafi mánaðarins. Könnunin var send til 330 félagsmanna Félags fasteignasala og svör bárust frá tæplega þriðjungi þeirra eða 99 svör. Um 94% svarenda eru fasteignasalar sem sýsla með eignir á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Svarendur…Lesa meira

true

Vesturlandsliðin í eldlínunni í kvöld

Í kvöld verður leikið bæði Lengjudeild kvenna og annarri deild karla í knattspyrnu. Þar verða því í eldlínunni lið þau af Vesturlandi er spila í þeim deildum. Lið ÍA í Lengjudeild kvenna heldur til Keflavíkur þar sem þær mæta Keflavík á HS Orkuvellinum. Fyrir leikinn eru liðin jöfn að stigum í deildinni með 15 stig…Lesa meira

true

Þingmenn Norðvesturkjördæmis funda með utanríkisráðherra á morgun

Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu á morgun eiga fund með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna fyrirætlana Evrópusambandsins um að leggja á verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi. Líkt og komið hefur fram í fréttum myndu þeir tollar raska mjög samkeppnishæfni verksmiðju Elkem á Grundartanga. Líkt og kom fram í fréttum Skessuhorns á dögunum gætu áformin m.a.…Lesa meira

true

Einar Margeir og félagar kepptu í fjórsundi í nótt

Blönduð sveit Íslands í 4×100 metra fjórsundi stakk sér til sunds i nótt á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug sem nú stendur yfir í Singapore. Sveitina skipuðu Guðmundur Leó Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Guðmundur synti baksund, Einar Margeir bringusund, Jóhanna flugsund og Snæfríður synti skriðsund. Íslenska sveitin synti…Lesa meira