
Fimmtánda umferð annarrrar deildarinnar í knattspyrnu karla var leikin í gærkvöldi. Vesturlandsliðin Víkingur Ólafsvík og Kári á Akranesi fóru halloka í leikjum sínum. Lið Kára fékk lið Kormáks/Hvatar í heimsókn í Akraneshöllina. Abdelhadi Khalok Bouzarri skoraði fyrsta mark gestanna á 18.mínútu og á 43.mínútu bætti Goran Potkozarac öðru marki þeirra við og þannig stóðu leikar…Lesa meira