Fréttir
Ólafur Adolfsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis.

Þingmenn Norðvesturkjördæmis funda með utanríkisráðherra á morgun

Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu á morgun eiga fund með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna fyrirætlana Evrópusambandsins um að leggja á verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi. Líkt og komið hefur fram í fréttum myndu þeir tollar raska mjög samkeppnishæfni verksmiðju Elkem á Grundartanga. Líkt og kom fram í fréttum Skessuhorns á dögunum gætu áformin m.a. haft áhrif á fyrirhugað landeldi á laxi á Grundartanga.