
Gamla húsið á Sauðafelli í Dölum.
Mest fjölgun gistinótta á Vesturlandi og Vestfjörðum
Gistinóttum í júní fjölgaði mest allra landshluta á Vesturlandi og Vestfjörðum eða um 30,5% ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram tölum frá Hagstofunni. Af öðrum landshlutum má nefna að fjölgun varð á Austurlandi um 21,5% og á Suðurnesjum um 11,5%. Á landinu öllu fjölgaði gistinóttum um 9,4% í júní.