Fréttir

Kaupendamarkaður ríkir í fasteignaviðskiptum

Svo virðist sem kaupendamarkaður ríki í fasteignaviðskiptum ef marka má spurningakönnun sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun lagði fyrir fasteignasala í upphafi mánaðarins. Könnunin var send til 330 félagsmanna Félags fasteignasala og svör bárust frá tæplega þriðjungi þeirra eða 99 svör. Um 94% svarenda eru fasteignasalar sem sýsla með eignir á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess.