Fréttir

true

Gasmengun spáð á Akranesi og höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhringinn

Samkvæmt veðurspá verður suðvestanátt í dag og í nótt við Faxaflóann. Berst því gasmengun frá gossvæðinu á Reykjanesi til norðausturs í átt að höfuðborgarsvæðinu og á Akranes. Á meðfylgjandi myndum má sjá annars vegar spá um dreifingu gasmengunar til kl. 15 í dag og hins vegar til kl.9 í fyrramálið.  Lesa meira

true

Karlar í Snæfellsbæ og konur í Stykkishólmi launahæst

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru karlmenn í Snæfellsbæ með hæstu heildarlaun á Vesturlandi árið 2024. Heildarlaun þeirra voru að meðaltali 13,1 milljón króna á árinu. Lægst voru heildarlaun karla í Eyja- og Miklaholtshreppi eða rétt rúmar 7 milljónir króna á árinu. Konur í Stykkishólmi voru launahæstar kvenna á Vesturlandi eða með heildarlaun 10,8 milljónir króna að…Lesa meira

true

England hafði sigur á Íslandi á U18 í körfu

Lið Íslands spilaði sinn þriðja leik í gær á Evrópumótinu i körfuknattleik leikmanna undir 18 ára aldrei sem haldið er þessa dagana í Petesti í Rúmeníu. Strákarir okkar mættu liði Englands. Lið Englands hafði forystu allan leikinn og í hálfleik var staðan 45-27 Englandi í vil. Leikmenn Íslands gáfust þó aldrei upp og náðu um…Lesa meira

true

Aukið eftirlit fjölgar hraðasektum

Lögreglan á Vesturlandi hefur á þessu ári aukið talsvert eftirlit með hraðakstri ökumanna bifreiða og gert eftirlitið á sama tíma markvissara að sögn Arnars Geirs Magnússonar aðalvarðstjóra hjá Lögreglustjóranum á Vesturlandi. Á þessu ári hafa 1.452 ökumenn verið stöðvaðir fyrir hraðakstur en á sama tíma í fyrra höfðu 1.053 ökumenn verið stöðvaðir við sömu iðju.…Lesa meira

true

Mikill samdráttur í laxveiði á Vesturlandi

Líkt og kom fram í frétt á vef Skesshorns fyrr í dag um mikinn samdrátt í laxveiði í Gljúfurá er sömu sögu er að segja af flestum öðrum laxveiðiám á Vesturlandi það sem af er veiðitímabilsins í sumar. Samdrátturinn er mismikill en þar sem hann er mestur má segja að um algjört hrun sé að…Lesa meira

true

Færri keppendur af Vesturlandi á Unglingalandsmóti UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Að sögn Jóns Aðalsteins Bergsveinssonar kynningarfulltrúa UMFÍ gengur undirbúningur mótsins mjög vel og eru skráðir þátttakendur nú um eitt þúsund. Er það eilítið betri þátttaka en á mótinu í fyrra sem haldið var í Borgarnesi. Mestu munar þar um glæsilega þátttöku af Austurlandi undir merkjum UÍA. Keppendur þaðan…Lesa meira

true

Gjaldtaka hefst á bílastæðum við Stykkishólmshöfn

Gjaldtaka hefst á morgun á bílastæðum við Stykkishólmshöfn. Tilgangur gjaldtökunnar er að bæta nýtingu bílastæða, stýra umferð og tryggja tekjur til að viðhalda og bæta aðstæður á svæðinu að því er kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu. Gjaldskylda verður framvegis á tímabilinu 1.maí til 30.september ár hvert. Verkefnið er unnið í samstarfi við Parka lausnir…Lesa meira

true

Afar döpur byrjun í Gljúfurá

Á fyrstu fjórum vikum veiðitímabilsins í Gljúfurá í Borgarfirði hafa aðeins veiðst fjórir laxar. Veiðimaður sem staddur var við ána um helgina og tíðindamaður Skessuhorns ræddi við segist ekki hafa séð fisk í ánni. Hann hafi áður veitt í ánni en aldrei séð hana jafn dapra sem nú og því hljóti eitthvað að hafa komið…Lesa meira

true

Einar Margeir bætti sinn besta árangur

Einar Margeir Ágústsson sundkappi úr Sundfélagi ÍA keppti í nótt í 50 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fram fer þessa dagana í Singapore. Einar Margeir lauk keppni á 27,89 sekúndum og lenti í 40.sæti af 79 keppendum. Einar Margeir bætti því besta árangur sinn í greininni fram að þessu sem var…Lesa meira

true

Forseti bæjarstjórnar Akraness ósáttur við trúnað mikilvægra upplýsinga

Fréttir um fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn frá Noregi og Íslandi, jafnvel á næstu vikum, hafa að vonum vakið mikla athygli og að vonum hörð viðbrögð ekki síst þeirra er næst starfsemi Elkem á Grundartanga standa. Svo virðist sem fréttir af málinu síðdegis á föstudaginn hafi komið flestum í opna skjöldu. Einnig hefur það vakið…Lesa meira