Fréttir
Hér má sjá hvernig gjaldsvæðinu er skipt upp.

Gjaldtaka hefst á bílastæðum við Stykkishólmshöfn

Gjaldtaka hefst á morgun á bílastæðum við Stykkishólmshöfn. Tilgangur gjaldtökunnar er að bæta nýtingu bílastæða, stýra umferð og tryggja tekjur til að viðhalda og bæta aðstæður á svæðinu að því er kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu. Gjaldskylda verður framvegis á tímabilinu 1.maí til 30.september ár hvert.