Fréttir
Veiðimaður kíkir eftir laxi. Ljósm: María

Mikill samdráttur í laxveiði á Vesturlandi

Líkt og kom fram í frétt á vef Skesshorns fyrr í dag um mikinn samdrátt í laxveiði í Gljúfurá er sömu sögu er að segja af flestum öðrum laxveiðiám á Vesturlandi það sem af er veiðitímabilsins í sumar. Samdrátturinn er mismikill en þar sem hann er mestur má segja að um algjört hrun sé að ræða í veiði. Einungis í tveimur ám, Haffjarðará og Hítará, hefur laxveiði aukist á milli ára.