
Fremur róleg helgi að mati lögreglu
Verslunarmannahelgin hefur verið nokkuð róleg að mati lögreglunnar á Vesturlandi. Umferð hefur að vanda verið mikil í umdæminu. Lögreglan hefur verið með virkt umferðareftirlit og fram til þessa þurft að hafa afskipti af 33 ökumönnum vegna ýmissa umferðarlagabrota að sögn Kristjáns Inga Hjörvarssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns.