Fréttir
Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi.

Mikil barátta framundan fyrir hagsmunum Íslands

Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segir að verði niðurstaðan sú að verndartollar verði lagðir á islenskt kísiljárn sé opin leið fyrir Evrópusambandið að gera slíkt hið sama við flestar sjávarafurðir frá Íslandi og því sé málið ekki einvörðungu bundið við Elkem á Grundartanga og sveitarfélögin tvö, Akranes og Hvalfjarðarsveit. Fá mál stærri og hugsanlega afdrifaríkari hafi hann ekki séð á sínum ferli.