Fréttir

true

Riddarar kærleikans eru á kærleikshringferð um landið

Markmiðið er að skapa stóran kærleikshring og vekja athygli á söfnun fyrir Bryndísarhlíð Embla Bachman og Kári Einarsson, Riddarar kærleikans, lögðu af stað í kærleikshringferð um landið laugardaginn 12. júlí. Í ferðinni munu þau heimsækja bæi víðs vegar um landið og hvetja þau íbúa að taka þátt í kærleiksáskorunum í hverjum bæ en markmiðið er…Lesa meira

true

Rúmur fjórðungur sótti sér símenntun

Tæp 27% landsmanna á aldrinum 25-64 ára, eða 54.900 manns, sóttu símenntun á árinu 2024, tæp 24% karla og tæp 30% kvenna. „Þetta eru lítið eitt hærri tölur en árið á undan. Almennt eykst þátttaka í símenntun með aukinni menntun og var hún meiri á meðal starfandi og atvinnulausra en þeirra sem voru utan vinnumarkaðar…Lesa meira

true

Nýr áfangastaður í Búðardal

List, menning og veitingar í Dalíu Listakonan Fitore Alísdóttir Berisha stýrir nú kaffi- og menningarhúsi í Búðardal, sem heitir Dalía og er í eigu hjónanna Leifs Steins Elíssonar og Sveinbjargar Júlíu Svavarsdóttur. Þau keyptu hús sem áður hýsti bankaútibú í Búðardal og breyttu því í gistiaðstöðu og sal fyrir tónleika og aðra list- og menningarstarfssemi.…Lesa meira

true

Hvalfjarðargöng lokuð tvær næstu nætur

Loka þarf Hvalfjarðargöngum tvær nætur vegna malbikunarframkvæmda. Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni á að malbika á hringtorgi við Akrafjallsveg norðan megin við göngin og um 500 kafla niður að göngunum í báðar áttir. Framvæmdir munu standa frá klukkan 20:00 í kvöld, mánudaginn 14. júlí, til klukkan 07:00 að morgni þriðjudagsins 15. júlí. Aftur verður svo göngunum…Lesa meira

true

Flest mál ríkisstjórnarinnar önnur en veiðigjald falla dauð

Eftir eitthvert stormasamasta þing síðari tíma á Alþingi hefur nú verið samið um þinglok á morgun, mánudag. Eftir að forseti Alþingis ákvað á föstudaginn að ljúka umræðum um veiðigjöld og beita annarri málsgrein 71. greinar þingskaparlaga, má segja að friðurinn hafi endanlega verið úti á þingi, sé hægt að kalla ástandið „frið“ – þegar litið…Lesa meira

true

Veisla í Leirársveitinni – en svaf út síðasta morguninn

„Áin var alveg sprengfull af nýgengnum laxi og tökugleðin alveg í botni. Svo fengum við rigningu sem hafði allt að segja,“ sagði Eiríkur Garðar Eiríksson sem var að hætta veiðum í Laxá í Leirársveit í vikulokin eftir góðan veiðitúr, en það rigndi vel á svæðinu á fimmtudaginn og það hafði mikið af segja. Laxá var…Lesa meira

true

Spá miklum hlýindum nú í byrjun vikunnar

Í upphafi þessarar viku gera veðurspár ráð fyrir að hlýr loftmassi berist yfir landið. „Í stuttu máli má segja að útlit sé fyrir að hlýindi í neðri helmingi veðrahvolfsins verði með því sem mest verður hér á okkar góða landi,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings. Í dag færist lægð sem verið hefur yfir landinu í átt…Lesa meira

true

Drógu vélarvana Dettifoss í höfn

Varðskipið Freyja kom með Dettifoss, fragtskip Eimskips, sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudag, til hafnar í Reykjavík síðdegis í gær. Dettifoss var á leið frá Reykjavík til Nuuk á Grænlandi á miðvikudaginn þegar skipið varð vélarvana um 390 sjómílur suðvestur af Reykjanestá. Freyja kom að Dettifossi eftir miðnætti sama dag og komu gæsluliðar…Lesa meira

true

Sturluhátíð haldin í Dölum í dag

Sturluhátíð hefst í dag kl.14 á Staðarhóli í Dölum. Þar hefur Sturlunefnd haft forgöngu um uppsetningu söguskilta sem hafa að geyma margvíslegan fróðleik um sögu staðarins og ekki síst Sturlungu. Verður síðasta skiltið afhjúpað þar í dag. Að því loknu verður haldið að félagaheimilinu Tjarnarlundi þar sem hefst hefðbundin dagskrá Sturluhátíðar. Dagskrá hátíðarinnar er að…Lesa meira

true

„Meirihlutinn á alltaf að ráða för“ segir bæjarstjóri Snæfellsbæjar

Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ákvað í morgun að beita ákæði 71. greinar þingskaparlaga og lagði til að annarri umræðu um veiðgjöld skyldi lokið þegar í stað. Þessu ákvæði hefur ekki verið beitt á þingi síðan 1959. Frumvarpið hefur víða mætt mikilli andstöðu ekki síst við sjávarsíðuna. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa beitt sér í málinu á undanförnum…Lesa meira