Fréttir

true

Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi tókst með ágætum – myndasyrpa

Mikil hestaveisla var í boði í liðinni viku þegar Fjórðungsmót Vesturlands fór fram í Borgarnesi. Mótið hófst á miðvikudag en lauk síðdegis á sunnudaginn. Fóru þá gestir, knapar og starfsmenn mótsins sælir og glaðir heim. Var það einróma álit gesta og keppanda að mótið hafi heppnast vel, bæði hvað varðar skipulagningu, tímasetningar og utanumhald. Þar…Lesa meira

true

Tónlistahátíðin Heima í Hólmi haldin í annað sinn um helgina

Dagana 11 – 12. júlí fer fram tónlistarhátíðin Heima í Hólmi í annað sinn í Stykkishólmi. Hátíðin er hugarfóstur Hjördísar Pálsdóttur sem sér um undirbúning og skipulag. Á hátíðinni fara fram tónleikar í heimahúsum, heimagörðum eða á óvenjulegum stöðum víðsvegar um bæinn. Fjöldi vandaðra listamanna koma fram á hátíðinni og ætti enginn tónlistarunnandi að láta…Lesa meira

true

Vegagerðin beið ekki boðanna og bauð út fyrsta neyðarverkefnið

Vegagerðin auglýsti í gær fyrsta útboðið vegna neyðarframkvæmda á Vestursvæði í kjölfar þess að Alþingi afgreiddi loks Fjáraukalög III þar sem þremur milljörðum króna var veitt til ýmissa verkefna í gatslitnu vegakerfi. Útboðið sem auglýst var síðdegis í gær felur í sér styrkingu og malbikun á 1.000 metra kafla á Vestfjarðavegi beggja vegna núverandi malbiks…Lesa meira

true

Íbúum fækkar í Skorradal

Samkvæmt tölum Þjóðskrár um íbúafjölda 1. júlí hefur íbúum Skorradalshrepps fækkað um 18 frá því 1. desember 2024 eða um 22,8%. Á sama tíma hefur íbúum á Vesturlandi fjölgað um 0,33% eða úr 18.479 íbúum í 18.541 íbúa. Mest var fjölgunin á þessu tímabili í Grundarfirði. Þar fjölgaði íbúum í 892 úr 869 á tímabilinu…Lesa meira

true

Marinó Ingi í þjálfarateymi ÍA

Sundfélag Akraness hefur ráðið Marinó Inga Adolfsson sem nýjan þjálfara til að efla og styrkja starfsemi félagsins. Marinó mun vinna að uppbyggingu og þjálfun yngri hópa í Bjarnalaug í samstarfi við Jill Syrstad, auk þess að þróa æfingar fyrir börn með sérþarfir. Hann mun jafnframt þjálfa hjá Sunddeild Skallagríms í Borgarnesi tvisvar í viku. „Marinó…Lesa meira

true

Landsréttur lækkar umtalsvert málskostnað til eigenda Borgarbrautar 57-59

Með úrskurði sínum á dögunum hefur Landsréttur lækkað mjög málskostnað þann er Héraðsdómur Vesturlands hafði dæmt til handa eigendum fjölbýlishússins að Borgarbraut 57-59 í Borgarnesi, eða úr 37,5 milljónum í 4,2 milljónir. Forsaga málsins er sú að fljótlega eftir að flutt var í fjölbýlishúsið á sínum tíma fór að bera á miklum göllum einkum leka…Lesa meira

true

Tap hjá Vesturlandsliðunum í annarri deildinni

Lið Kára og Víkings Ólafsvík töpuðu bæði leikjum sínum í elleftu umferð annarrar deildarinnar í knattspyrnu karla um helgina. Lið Kára sótti lið Hauka heim á Birtu-völlinn í Hafnarfirði á föstudagskvöldið. Skemmst er frá því að segja að leikmenn Kára sáu aldrei til sólar í leiknum. Strax á 10. mínútu skoraði Fannar Óli Friðleifsson fyrsta…Lesa meira

true

Níu úthlutanir Hvatasjóðs íþróttahreyfingarinnar til Vesturlands

Á dögunum veitti Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar öðru sinni til þeirra verkefna og umsækjenda sem samræmast áhersluatriðum sjóðsins. Sjóðurinn er á vegum ÍSÍ og UMFÍ með stuðningi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að útbreiðslu íþrótta og aukinni þátttöku barna, með áherslu á þátttöku barna með fötlun, barna af tekjulægri heimilum og barna með…Lesa meira

true

Opnaði sýninguna Huggulegt líf

Laugardaginn 5. júlí var sýningin; Huggulegt líf heimilislína Lúka Art & Design“ opnuð í Norska húsinu í Stykkishólmi. Hönnuður og framkvæmdastjóri Lúka Art & Design er Brynhildur Þórðardóttir. Hún er með BA próf í textíl- og fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og með meistaragráðu í tæknilegum textíl og atgervisfatnaði. Hún hefur m.a. unnið sem sjálfstætt starfandi…Lesa meira

true

Ný kennslubók um gróðurelda

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gefið út nýja og uppfærða kennslubók um gróðurelda, sem er nú aðgengileg á vefnum Gróðureldar. Bókin er ætluð slökkviliðum landsins og öllum þeim sem koma að forvörnum, skipulagi eða viðbrögðum vegna gróðurelda. Bókin byggir á sænsku kennslubókinni um gróðurelda, Vägledning i skogsbrandsläckning, auk þess sem stuðst var við eldri kennslubók Brunamálastofnunar…Lesa meira