Fréttir

true

Úrtaka Dreyra fyrir Fjórðungsmót

Hestamannafélagið Dreyri á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit hélt nýverið gæðingakeppni og úrtöku fyrir Fjórðungsmót. Glæsilegasti hestur mótsins var Jaki frá Skipanesi en hæst dæmda hryssa mótsins var Elja frá Birkihlíð. Eftirtaldir eru á leið á FV sem fulltrúar Dreyra: A flokkur gæðinga Styrmir frá Akranesi, knapi Sigurður Sigurðarson 8,58 Orfeus frá Efri Hrepp, knapi Auðunn…Lesa meira

true

Þreklausir Skagamenn

Á morgun er síðasti opnunardagur núverandi þrekaðstöðu í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum á Akranesi. Aðstaðan hefur um langan aldur verið þar í frekar þröngu húsnæði. Rekstrarformið hefur einnig tekið breytingum í gegnum árin. Þegar bygging nýs íþróttahúss hófst á Jaðarsbökkum kom upp sú hugmynd að eldra íþróttahúsið yrði allt nýtt undir líkamsræktarstöð. Að endingu ákvað Akraneskaupstaður…Lesa meira

true

„Fjórðungsmótið verður frábært“

Rætt við Magnús Benediktsson hestamann og framkvæmdastjóra FV Hápunktur sumarsins hjá hestamönnum landsins verður Fjórðungsmótið á Vesturlandi sem haldið verður í Borgarnesi dagana 2. – 6. júlí næstkomandi. Undirbúningur fyrir mótið er nú á lokametrunum undir forystu framkvæmdanefndar sem skipuð er átta fulltrúum hestamannafélaganna Glaðs, Snæfellings, Borgfirðings og Dreyra. Framkvæmdastjóri mótsins er Magnús Benediktsson sem…Lesa meira

true

Ráðherra opnar endurbættan veg að Djúpalónssandi

Næstkomandi laugardag verður formleg opnun á endurbættum Dritvíkurvegi á Snæfellsnesi. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull á afmæli sama dag og af því tilefni mun Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra mæta á svæðið og opna veginn eftir afmælisathöfn. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Náttúruverndarstofnunar ávarpar samkomuna, boðið verður upp á veitingar og að þeim loknum gönguferð með hátíðarívafi niður…Lesa meira

true

Harmonía-Samhljómur tónlistarfræðslu hlýtur styrk úr Lóu

Nýsköpunarverkefnið Harmonía-Samhljómur tónlistarfræðslu á Akranesi hlaut styrk að fjárhæð 7,5 milljónir króna úr sjóðnum Lóu sem styrkir nýsköpunarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Harmonía er hugbúnaður sem sameinar kosti staðkennslu og netkennslu í tónlist á skapandi hátt fyrir kennarann, nemandann og tónlistarskólann. Hugbúnaðurinn heldur utan um allt skipulag jafnt fyrir stóra skóla eða einyrkja sem eru að fast…Lesa meira

true

Öllum tilboðum hafnað í hafnarframkvæmdir í Ólafsvík

Hafnarstjórn Snæfellsbæjar hafnaði á dögunum öllum tilboðum í lengingu Norðurbakka hafnarinnar í Ólafsvík. Gengið var til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli frávikstilboðs. Í maí auglýsti Vegagerðin fyrir hönd Snæfellsbæjar útboð á verkinu sem meðal annars var gert ráð fyrir byggingu á 148 metra fyrirstöðugarða og að lengja stálþil Norðurbakka um 100 metra. Fjögur tilboð bárust…Lesa meira

true

Byggingarframkvæmdir að hefjast á Kirkjubraut 39

Framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út vegna byggingar stórhýsis við Kirkjubraut 39 á Akranesi og er reiknað með að framkvæmdir hefjist á lóðinni síðar í vikunni. Húsið sem þarna rís verður það fyrsta í nýrri götumynd Kirkjubrautar en samkvæmt aðalskipulagi verður akreinum götunnar fækkað. Það eru fyrirtækin Barium ehf. og Uppbygging ehf. sem standa að framkvæmdunum.…Lesa meira

true

Spilar á Hang hljóðfæri í Hallgrímskirkju

Sunnudaginn 29. júní kl. 16.00 verða næstu sumartónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ. „Að þessu sinni er afar óvenjuleg dagskrá með nýstárlegum hljóðheimi sem er sannarlega þess virði að hlýða á,“ segir í tilkynningu. Það er finnski hljóðfæraleikarinn Lauri Wuolio sem leikur á svokölluð Hang-hljóðfæri, en það eru málmskeljar sem mynda með áslætti mismunandi tóna og…Lesa meira

true

Víðsýni er verðmæt náttúruauðlind

Í bréfi sem samtökin Vinir íslenskrar náttúru hafa sent sveitarfélögum landsins kemur fram það mat samtakanna að á undanförnum áratugum hafi útsýni af vegum við fjölsótta ferðamannastaði og til áhugaverðra kennileita í landslagi víða verið skert með því að trjám hafi verið plantað á röngum stöðum og að staðan þar muni einungis fara versnandi „jafnvel…Lesa meira

true

Umferðareftirlit og lausaganga meðal verkefna lögreglu

Lögreglumenn hjá embætti Lögreglunnar á Vesturlandi sinnti umfangsmiklu eftirliti í vikunni sem leið. Alls voru 75 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og fjölmargir urðu fyrir því að mynd var tekin af þeim af hraðamyndavélabíl embættisins. Sex ökumenn voru kærðir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar og fimm fyrir akstur undir áhrifum – þar…Lesa meira