
Næstkomandi laugardag verður formleg opnun á endurbættum Dritvíkurvegi á Snæfellsnesi. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull á afmæli sama dag og af því tilefni mun Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra mæta á svæðið og opna veginn eftir afmælisathöfn. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Náttúruverndarstofnunar ávarpar samkomuna, boðið verður upp á veitingar og að þeim loknum gönguferð með hátíðarívafi niður…Lesa meira








