Fréttir
Mávur, þó ekki sá sem um ræðir í fréttinni, en fjarskyldur frændi hans.

Mannýgur mávur herjar á Skagamenn

Svo virðist sem afar grimmur og ásækinn mávur herji nú á íbúa Akraness. Hann herjar ekki á matarleifar, eins og flestir slíkir, heldur á dýr og menn. Miklar og heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um málið og margir sagt farir sínar ekki sléttar eftir kynni sín af mávnum.