Fréttir

true

Jólaálfur seldur til stuðnings sálfræðiþjónustu

Sala á Jólaálfi SÁÁ stendur yfir dagana 3. til 7. desember og er tekjum af sölunni ætlað að styðja við sálfræðiþjónustu barna hjá samtökunum. Sálfræðiþjónusta SÁÁ er fyrir börn 8-18 ára sem alast upp við fíknsjúkdóm á heimilinu. Mikil eftirspurn er eftir þjónustunni, sem SÁÁ niðurgreiðir með sjálfsaflafé. Árlega sinnir SAÁ um 200 börnum auk…Lesa meira

true

Guðjón á verðlaunapalli í ólympískum lyftingum

Guðjón Gauti Vignisson, nemandi í Fjölbrautaskóla Vesturlands, keppti í ólympískum lyftingum á Norðurlandameistaramóti u17 og u23 sem haldið var í Svíþjóð um helgina. Guðjón gerði gott á mótinu og hafnaði í þriðja sæti í sínum þyngdarflokki í U17 flokknum. Alls voru tíu íslenskir keppendur sem kepptu á mótinu. Með þeim í för voru tveir þjálfarar…Lesa meira

true

Vetraráætlun Baldurs er í gildi

Vetraráætlun farþegaferjunnar Baldurs á Breiðafirði er nú í gildi. Ferjan siglir alla daga, nema laugardaga, milli Stykkishólms og Brjánslækjar. Íbúar með lögheimili á Vestfjörðum fá nú 45% afslátt þegar bókað er á netinu. Með afslættinum kostar fargjald fyrir fullorðinn 3.465 krónur aðra leið og frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Á síðustu misserum…Lesa meira

true

Bókakynning í Snorrastofu á fimmtudagskvöld

Fimmtudagskvöldið 4. desember kl. 20:00 verður bæði boðið upp á Prjóna-bóka-kaffi og bókakynningu í Snorrastofu í Reykholti. Þar munu þrír rithöfundar lesa úr verkum sínum, fjalla um þau og svara fyrirspurnum. Um er að ræða eftirfarandi höfunda og verk: Gunnar J. Straumland: Og óvænt munu hænur hrossum verpa,  Guðrún Guðlaugsdóttir: Dóu þá ekki blómin? og…Lesa meira

true

Talsverð hreyfing á fylgi milli kannana

Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem gerður er fyrir Ríkisútvarpið er fylgi flokka til Alþingis brotið niður á kjördæmi. Í Norðvesturkjördæmi er Samfylking stærsti flokkurinn, mælist með 26,2% fylgi og fengi tvo þingmenn samkvæmt því. Næst stærsti flokkurinn í kjördæminu er Miðflokkurinn sem nú mælist með 19,1% fylgi og fengi einn kjördæmakjörinn þingmann. Miðflokkurinn fékk 21,6%…Lesa meira

true

Framkvæmdir við veg um Kjalarnes hefjast að nýju á næsta ári

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur ekkert því til fyrirstöðu að framkvæmdir við næsta áfanga tvöföldunar þjóðvegarins um Kjalarnes hefjist á næsta ári. Þetta kemur fram í áliti nefndarinnar sem lagt var fram á Alþingi í gær. Á álitinu kemur fram að þrátt fyrir að ekki hafi enn verið lögð fram á Alþingi margboðuð samgönguáætlun innviðaráðherra fyrir…Lesa meira

true

Ríkið fjármagnar söfnun og förgun dýraleifa

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefur lagt fram breytingartillögu á fjárlögum næsta árs þar sem gert er ráð fyrir 300 milljóna króna tímabundnu framlagi í þrjú ár til að fjármagna rekstarkostnað samræmds söfnunarkerfis fyrir dýraleifar. Í tillögunni segir að frá árinu 2013 hafi eftirlitsstofnun EFTA, ESA, rekið mál gegn Íslandi vegna ófullnægjandi innviða við förgun á aukaafurðum…Lesa meira

true

Stjórnarmenn Orkuveitunnar vilja fara yfir tryggingamál fyrirtækisins

Misjafnt hagsmunamat orkufyrirtækjanna sem selja raforku til stórnotenda gagnvart mögulegu greiðslufalli viðskiptavina hefur vakið athygli í kjölfar frétta Skessuhorns á dögunum. Þar kemur fram að Landsvirkjun er með tryggingu gagnvart hugsanlegu tjóni í kjölfar tilkynningar Norðuráls um greiðslufall vegna bilunar í rafbúnaði fyrirtækisins. Orkuveita Reykjavíkur hefur metið það svo að kaupskylda/greiðsluskylda Norðuráls í raforkusamningum sé…Lesa meira

true

Ævar Þór með fjórar bækur fyrir þessi jól

Borgfirðingurinn Ævar Þór Benediktsson rithöfundur gefur út fjórar bækur fyrir þessi jól; Skólastjórann, Þína eigin sögu; Piparkökuborgina, Þína eigin sögu; Gleðileg jól og myndabókina Einn góðan veðurdag. Sú síðastnefnda gerist einmitt í Borgarfirði og er fyrir allra yngstu lesendurna, með myndum eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. „Bókin er byggð á fjölskyldunni minni og fjallar um strákinn…Lesa meira

true

Hugmyndasöfnun vegna 1100 ára afmælis Alþingis 2030

Efnt verður til opinnar hugmyndasöfnunar um hvernig fagna beri 1100 ára afmæli Alþingis árið 2030. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis kemur fram að byrjað verður að taka á móti hugmyndum í dag, 1. desember, og skilafrestur er til 16. janúar 2026. Hugmyndasöfnunin er opin öllum, hvort sem um er að ræða einstaklinga, félagasamtök, stofnanir eða…Lesa meira