
Urðunarrein í Fíflholtum á Mýrum. Ljósm. mm
Ríkið fjármagnar söfnun og förgun dýraleifa
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefur lagt fram breytingartillögu á fjárlögum næsta árs þar sem gert er ráð fyrir 300 milljóna króna tímabundnu framlagi í þrjú ár til að fjármagna rekstarkostnað samræmds söfnunarkerfis fyrir dýraleifar. Í tillögunni segir að frá árinu 2013 hafi eftirlitsstofnun EFTA, ESA, rekið mál gegn Íslandi vegna ófullnægjandi innviða við förgun á aukaafurðum dýra og var Ísland dæmt brotlegt með dómi EFTA-dómstólsins vegna þessa árið 2022. Því sé nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld bregðist við hið fyrsta í ljósi athugasemda og úrskurðar ESA auk mikilvægis þess fyrir útflutning matvæla frá Íslandi,