
Framkvæmdir hafa verið í gangi í Grundarfirði í blíðviðrinu síðustu daga. Almenna umhverfisþjónustan hefur verið að vinna við endurnýjun gangstíga meðfram götum bæjarins þar sem verið er að breikka og fegra ásýnd.Lesa meira

Framkvæmdir hafa verið í gangi í Grundarfirði í blíðviðrinu síðustu daga. Almenna umhverfisþjónustan hefur verið að vinna við endurnýjun gangstíga meðfram götum bæjarins þar sem verið er að breikka og fegra ásýnd.Lesa meira

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur mælt fyrir frumvarpi sem felur í sér að starfsemi Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sameinist. Með sameiningunni verður allur ferillinn, frá skipulagi til fullbúins mannvirkis, á höndum einnar stofnunar. Um 150 manns starfa hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á þremur stöðum á landinu og 25 manns hjá Skipulagsstofnun. Lagt er til að starfsemin verði sameinuð þannig að verkefni Skipulagsstofnunar renni inn í Húsnæðis- og mannvirkjastofnun…Lesa meira

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að ráða Þórð Tryggva Stefánsson í stöðu hafnarstjóra Snæfellsbæjar. Tólf umsóknir bárust um stöðuna og naut bæjarstjórn meðal annars aðstoðar Hagvangs í ráðningarferlinu. Fimm voru að loknu mati á umsækjendum boðaðir í ráðningarviðtal hjá ráðningarnefnd Snæfellsbæjar en einn þeirra dró umsókn sína til baka áður en…Lesa meira

Að venju verður Lionsklúbbur Akraness með útleigu á ljósakrossum í kirkjugarðinum í Görðum nú í byrjun aðventunnar. Þetta verkefni og stuðningur almennings við það hefur gert Lionsmönnum kleift að styðja við bakið á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og fleiri verkefni. Að þessu ári gaf klúbbúrinn til dæmis HVE vaktara með hjartalínuriti og súrefnismettunarmæli ætlað til…Lesa meira

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir að unnið sé markvisst með Borgarbyggð að finna varanlega lausn vegna búsetu flóttafólks á Bifröst og hugsanlega þátttöku þess á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í svari ráðherra á Alþingi við fyrirspurn Ingibjargar Davíðsdóttur þingmanns Miðflokksins. Líkt og kom fram í frétt Skessuhorns í síðasta mánuði óskaði Ingibjörg svara ráðherra…Lesa meira

Skipulagsstofnun hefur tilkynnt að hún muni ekki staðfesta aðalskipulag Borgarbyggðar 2025–2037 með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda, að svo stöddu. Ástæða þessarar ákvörðunar stofnunarinnar er ósk stjórnar náttúrverndarsamtakanna Sólar til framtíðar frá 5. nóvember sl. um að fram fari söfnun undirskrifta þar sem íbúar geti mótmælt ákvörðun sveitarstjórnar að samþykkja aðalskipulagið. Skipulagsstofnun hyggst nú leita…Lesa meira

Íslandsmót yngri flokka í blaki fór fram um helgina í Kórnum í Kópavogi og í Laugardalnum. Ungmennafélag Grundarfjarðar sendi lið í U16 kvenna, U14 kvenna og tvö lið U12 í karla og eitt U12 lið kvenna. Ekki var spilað í U16 karla en drengir frá UMFG fóru í hæfileikabúðir á vegum Blaksambands Íslands þar sem…Lesa meira

Seðlabankinn ákvað í morgun að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig og fara því þeir úr 7,5% og í 7,25%. „Verðbólga var 4,3% í október og jókst um 0,2 prósentur frá mánuðinum á undan. Hún hefur haldist í um 4% í tæpt ár. Undirliggjandi verðbólga sýnir áþekka þróun. Hægt hefur á vexti innlendrar eftirspurnar í takt…Lesa meira

Skíðaráð Snæfellsness stóð fyrir glæsilegri októberfest veislu á Gamla netaverkstæðinu í Grundarfirði föstudaginn 14. nóvember síðastliðinn. Vinum, velunnurum og áhugafólki um skíðasvæðið var boðið að koma en veislan var liður í fjáröflun félagsins sem stendur í stórframkvæmdum þessa dagana. Boðið var upp á grillaðar bratwurst pylsur, súrkál og veigar. Þarna var hægt að freista gæfunnar…Lesa meira

„Við hjá Veitum viljum heyra í íbúum og fyrirtækjum á Akranesi og ræða starfsemi Veitna á svæðinu. Við berum ábyrgð á rafmagnsdreifingunni, hitaveitunni, hreinu neysluvatni og fráveitunni í bænum. Við ætlum meðal annars að ræða fyrirhugaða leit að heitu vatni, hvers vegna lekar eru algengari á sumum svæðum en öðrum og hvernig Veitur munu vaxa…Lesa meira