
Þórður Tryggvi ráðinn hafnarstjóri Snæfellsbæjar
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að ráða Þórð Tryggva Stefánsson í stöðu hafnarstjóra Snæfellsbæjar. Tólf umsóknir bárust um stöðuna og naut bæjarstjórn meðal annars aðstoðar Hagvangs í ráðningarferlinu. Fimm voru að loknu mati á umsækjendum boðaðir í ráðningarviðtal hjá ráðningarnefnd Snæfellsbæjar en einn þeirra dró umsókn sína til baka áður en til viðtals kom. Eftir viðtöl og að loknu ítarlegu mati á umsækjendum var það niðurstaða ráðningarnefndarinnar að leggja til ráðningu Þórðar Tryggva.