Fréttir

true

Freista þess að endurheimta fyrri farveg Hítarár

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur tekið vel í þá bón tveggja landeigenda við Hítará að sveitarfélagið leggist á árar með þeim að kanna lagalegan grundvöll þess að endurheimta ána í fyrri farveg. Forsaga málsins er sú að 7. júlí 2018 féll mikið berghlaup úr Fagraskógarfjalli ofan í Hítardal og fyllti farveg Hítarár á um 1,5 kílómetra kafla.…Lesa meira

true

Lárus Orri heldur áfram þjálfun ÍA

Lárus Orri Sigurðsson hefur verðið ráðinn áfram sem þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍA og gildir samningur hans við félagið til loka keppnistímabilsins 2027. Lárus Orri tók við liði ÍA í sumar við mjög erfiðar aðstæður þegar liðið sat í neðsta sæti deildarinnar. Hagur liðsins vænkaðist eftir að Lárus Orri tók við þjálfun og sæti þess…Lesa meira

true

Akraneskaupstaður greiðir laun þeirra er sækja samstöðufund

Kvennaverkfallið í dag hefur raskað starfsemi fjölmargra fyrirtækja og stofnana um land allt. Talsverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum tengdum Akranesi þar sem fólki hefur þótt lítið samræmi vera í viðbrögðum einstakra skólastofnana. Kemur þar fram að grunnskólar bæjarfélagsins hafi verið lokaðir allan daginn en leikskólar hafi einvörðungu lokað um hádegi. Steinar Adolfsson, sviðsstjóri stjórnsýslu-…Lesa meira

true

Launa Skagamenn fyrir markið?

Á morgun fer fram síðasta umferð í neðri hluta Bestu-deildarinnar í knattspyrnu. Augu flestra knattspyrnuáhugamanna beinast að tveimur leikjanna. Annars vegar leik ÍA og Aftureldingar sem fram fer á Elkemvellinum á Akranesi og hins vegar leik Vestra og KR sem fram fer á Kerecisvellinum á Ísafirði. Flautað verður til beggja leikjanna kl. 14. Báðir geta…Lesa meira

true

Samþykkja lántöku vegna íþróttahúss

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 270 milljónir króna. Lánið er með lokagjalddaga 5. nóvember 2055, en það er tekið til byggingar íþróttahúss í Búðardal sem nú er á lokastigi.Lesa meira

true

Veiðimenn varaðir við vegna fuglaflensu

Náttúruverndarstofnun hvetur veiðimenn til að sýna varkárni við veiðar og verkun villtra fugla nú þegar rjúpnaveiðar hefjast og gæsaveiðar eru í fullum gangi á sama tíma og fuglaflensa hefur greinst í þremur villtum refum, tveimur frá Reykjanesi og einum frá Þingeyri. Í tilkynningu frá stofnuninni eru veiðimenn varaðir við að veiða fugla eða nýta til…Lesa meira

true

Vökudagar í máli og myndum

Vökudagar á Akranesi hófust síðdegis í gær en setningarathöfn fór fram í tónlistarskólanum. Þar voru afhent menningarverðlaun og umhverfisverðlaun fyrir árið. Í beinu framhaldi af því hófst Listaganga um Akranes þar sem fjölmargir voru með viðburði og opið hús. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns eru um 90 viðburðir á dagskrá Vökudaga að þessu…Lesa meira

true

Rjúpnaveiðar hefjast í dag

Í dag er fyrsti dagur rjúpnaveiðitímabilsins. Dagafjöldi til rjúpnaveiða er misjafn eftir landshlutum. Á Vesturlandi eru veiðar leyfðar í þrjátíu daga frá 24. október til 2. desember. Veiðar eru ekki heimilar á miðvikudögum og fimmtudögum. Sölubann á rjúpu er enn í gildi.Lesa meira

true

Umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar afhentar

Við setningu Vökudaga á Akranesi síðstliðinn fimmtudag var tilkynnt um hverjir hlytu umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2025. „Markmið viðurkenninganna er að vinna með umhverfisvitund og skapa umhyggju fyrir bænum og umhverfi hans og vekja þannig athygli á atriðum sem skipta uppbyggingu og framtíð bæjarins máli,“ sagði Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður skipulags- og umhverfisráðs sem heldur utan…Lesa meira

true

Lög um grásleppuveiðar endurspegli réttindi eigenda sjávarjarða

Talsmaður eigenda Fremri-Langeyjar í Breiðafirði óskar eftir því að í lagafrumvarpi um grásleppuveiðar verði kveðið á um réttindi eigenda sjávarjarða gagnvart grásleppuveiðum. Þetta kemur fram í umsögn um frumvarp um grásleppuveiðar sem Kjartan Eggertsson sendi í fyrir hönd landeigenda til atvinnuveganefndar Alþingis. Í umsögninni er fagnað þeirri stefnu frumvarpsins að grásleppuveiðar verði frjálsar en veiðar…Lesa meira