
Ljósmyndafélagið Vitinn opnaði 15 ára afmælissýningu við Innnesveg 1 í gærkvöldi. Þar eru sýnd 54 verk 15 ljósmyndara. Ljósmyndir: Jafnaldrarnir Kolla Ingvars og Maggi Magg
Vökudagar í máli og myndum
Vökudagar á Akranesi hófust síðdegis í gær en setningarathöfn fór fram í tónlistarskólanum. Þar voru afhent menningarverðlaun og umhverfisverðlaun fyrir árið. Í beinu framhaldi af því hófst Listaganga um Akranes þar sem fjölmargir voru með viðburði og opið hús. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns eru um 90 viðburðir á dagskrá Vökudaga að þessu sinni og því má segja að íbúar þurfi að hafa sig alla við ef þeir ætla að njóta þeirra allra. Dagskráin stendur til 2. nóvember. Meðfylgjandi eru myndir sem ljósmyndarar Skessuhorns náðu á rölti um bæinn í gærkvöldi.