
Verðlaunahafar og fulltrúar þeirra ásamt þeim Guðmundi Ingþóri Guðjónssyni og Sædísi Alexíu Sigurmundsdóttur úr skipulags- og umhverfisráði. Ljósm. mm
Umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar afhentar
Við setningu Vökudaga á Akranesi síðstliðinn fimmtudag var tilkynnt um hverjir hlytu umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2025. „Markmið viðurkenninganna er að vinna með umhverfisvitund og skapa umhyggju fyrir bænum og umhverfi hans og vekja þannig athygli á atriðum sem skipta uppbyggingu og framtíð bæjarins máli,“ sagði Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður skipulags- og umhverfisráðs sem heldur utan um viðurkenningar, kallar eftir tilnefningum og vinnur úr þeim. Í ár voru þrenn verðlaun afhent; fyrir tré ársins, hvatningarverðlaun og samfélagsverðlaun. Ekki voru að þessu sinni veitt sérstök verðlaun til fyrirtækja sem skara fram úr í umhverfismálum. Eftirtaldir hlutu viðurkenningar: