Fréttir
Skriðan sem féll í Hítardal í júlí 2018 varð til þess að áin leitaði nýs farvegs á um 1,5 km kafla. Ljósm. úr safni.

Freista þess að endurheimta fyrri farveg Hítarár

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur tekið vel í þá bón tveggja landeigenda við Hítará að sveitarfélagið leggist á árar með þeim að kanna lagalegan grundvöll þess að endurheimta ána í fyrri farveg. Forsaga málsins er sú að 7. júlí 2018 féll mikið berghlaup úr Fagraskógarfjalli ofan í Hítardal og fyllti farveg Hítarár á um 1,5 kílómetra kafla. Við það breyttist farvegur árinnar og þornaði upp á löngum kafla meðal annars í landi í eigu Borgarbyggðar. Hítará er sem kunnugt er mað betri laxveiðiám landsins og eru mikil verðmæti fólgin í þeim hlunnindum sem fylgt hafa ánni.

Freista þess að endurheimta fyrri farveg Hítarár - Skessuhorn