
Á grásleppuveiðum. Ljósm. bb.is
Lög um grásleppuveiðar endurspegli réttindi eigenda sjávarjarða
Talsmaður eigenda Fremri-Langeyjar í Breiðafirði óskar eftir því að í lagafrumvarpi um grásleppuveiðar verði kveðið á um réttindi eigenda sjávarjarða gagnvart grásleppuveiðum. Þetta kemur fram í umsögn um frumvarp um grásleppuveiðar sem Kjartan Eggertsson sendi í fyrir hönd landeigenda til atvinnuveganefndar Alþingis. Í umsögninni er fagnað þeirri stefnu frumvarpsins að grásleppuveiðar verði frjálsar en veiðar muni samt sem áður; „alltaf vera háðar reglum og aðstæðum,“ segir orðrétt í umsögninni.