Íþróttir

Launa Skagamenn fyrir markið?

Á morgun fer fram síðasta umferð í neðri hluta Bestu-deildarinnar í knattspyrnu. Augu flestra knattspyrnuáhugamanna beinast að tveimur leikjanna. Annars vegar leik ÍA og Aftureldingar sem fram fer á Elkemvellinum á Akranesi og hins vegar leik Vestra og KR sem fram fer á Kerecisvellinum á Ísafirði. Flautað verður til beggja leikjanna kl. 14.