Fréttir

true

Samþykkja lántöku vegna íþróttahúss

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 270 milljónir króna. Lánið er með lokagjalddaga 5. nóvember 2055, en það er tekið til byggingar íþróttahúss í Búðardal sem nú er á lokastigi.Lesa meira

true

Veiðimenn varaðir við vegna fuglaflensu

Náttúruverndarstofnun hvetur veiðimenn til að sýna varkárni við veiðar og verkun villtra fugla nú þegar rjúpnaveiðar hefjast og gæsaveiðar eru í fullum gangi á sama tíma og fuglaflensa hefur greinst í þremur villtum refum, tveimur frá Reykjanesi og einum frá Þingeyri. Í tilkynningu frá stofnuninni eru veiðimenn varaðir við að veiða fugla eða nýta til…Lesa meira

true

Vökudagar í máli og myndum

Vökudagar á Akranesi hófust síðdegis í gær en setningarathöfn fór fram í tónlistarskólanum. Þar voru afhent menningarverðlaun og umhverfisverðlaun fyrir árið. Í beinu framhaldi af því hófst Listaganga um Akranes þar sem fjölmargir voru með viðburði og opið hús. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns eru um 90 viðburðir á dagskrá Vökudaga að þessu…Lesa meira

true

Rjúpnaveiðar hefjast í dag

Í dag er fyrsti dagur rjúpnaveiðitímabilsins. Dagafjöldi til rjúpnaveiða er misjafn eftir landshlutum. Á Vesturlandi eru veiðar leyfðar í þrjátíu daga frá 24. október til 2. desember. Veiðar eru ekki heimilar á miðvikudögum og fimmtudögum. Sölubann á rjúpu er enn í gildi.Lesa meira

true

Umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar afhentar

Við setningu Vökudaga á Akranesi síðstliðinn fimmtudag var tilkynnt um hverjir hlytu umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2025. „Markmið viðurkenninganna er að vinna með umhverfisvitund og skapa umhyggju fyrir bænum og umhverfi hans og vekja þannig athygli á atriðum sem skipta uppbyggingu og framtíð bæjarins máli,“ sagði Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður skipulags- og umhverfisráðs sem heldur utan…Lesa meira

true

Lög um grásleppuveiðar endurspegli réttindi eigenda sjávarjarða

Talsmaður eigenda Fremri-Langeyjar í Breiðafirði óskar eftir því að í lagafrumvarpi um grásleppuveiðar verði kveðið á um réttindi eigenda sjávarjarða gagnvart grásleppuveiðum. Þetta kemur fram í umsögn um frumvarp um grásleppuveiðar sem Kjartan Eggertsson sendi í fyrir hönd landeigenda til atvinnuveganefndar Alþingis. Í umsögninni er fagnað þeirri stefnu frumvarpsins að grásleppuveiðar verði frjálsar en veiðar…Lesa meira

true

Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar endurspeglar sterka stöðu

Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir að rekstrarafkoma ársins verði jákvæð um rúmlega 212,6 milljónir króna, eða tæplega 10,2% af tekjum. Þetta kom fram á fundi sveitarstjórnar á miðvikudaginn þegar fram fór fyrri umræða um fjárhagsáætlunina. Gert er ráð fyrir að tekjur sveitarfélagsins verði 2.087,6 milljónir króna. Af því eru útsvarstekjur áætlaðar 681,8…Lesa meira

true

Ægisbraut records er handhafi menningarverðlauna Akraneskaupstaðar

Vökudagar á Akranesi voru settir við hátíðlega athöfn í Tónlistarskólanum á Akranesi síðdegis í gær. Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar setti hátíðina. Þar voru menningarverðlaun kaupstaðarins afhent í 23. skipti. Guðríður Sigurjónsdóttir, formaður menningar- og safnanafndar, lýsti niðurstöðu nefndarinnar og tilkynnti: „Það er Ægisbraut Records sem hlýtur verðlaunin að þessu sinni.“ Ægisbraut records er sjálftstætt…Lesa meira

true

Alþingi býður í heimsókn laugardaginn 25. október

Almenningi er boðið að skoða Alþingishúsið og Smiðju við Austurvöll á morgun, laugardaginn 25. október, í tilefni af Kvennaári 2025. Boðið verður upp á leiðsögn í Alþingishúsinu kl. 11 –16. Hleypt er inn á 20 mínútna fresti, hámark 35 manns í senn, og tekur hver leiðsögn 30 mínútur. Boðið verður upp á leiðsögn á ensku…Lesa meira

true

Þróttur ehf. fer í sjóvarnir í Belgsholti

Þróttur ehf. átti lægsta tilboðið í gerð 150 metra sjóvarnar við Belgsholt í Hvalfjarðarsveit. Tilboð Þróttar ehf. var að fjárhæð 25,4 milljónir króna sem er tæp 14% yfir verkáætlun Vegagerðarinnar sem var tæpar 22,3 milljónir króna. Tvö önnur tilboð bárust í verkið. Borgarverk ehf. bauð rúmar 26,9 milljónir króna eða tæp 21% yfir kostnaðaráætlun og…Lesa meira