
Alþingi býður í heimsókn laugardaginn 25. október
Almenningi er boðið að skoða Alþingishúsið og Smiðju við Austurvöll á morgun, laugardaginn 25. október, í tilefni af Kvennaári 2025. Boðið verður upp á leiðsögn í Alþingishúsinu kl. 11 –16. Hleypt er inn á 20 mínútna fresti, hámark 35 manns í senn, og tekur hver leiðsögn 30 mínútur. Boðið verður upp á leiðsögn á ensku kl. 12:00 og 14:00 og leiðsögn með táknmálstúlkun kl. 14:40. Gengið er inn í Skála, við hlið Alþingishússins. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Skráning í leiðsögn
Á sama tíma, kl. 11 –16, verður opið hús á fyrstu hæð í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis, Tjarnargötu 9. Gengið er inn um aðalinnganginn á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis. Ekki er þörf á skráningu í Smiðju.
Viðburðurinn er liður í dagskrá Kvennaárs 2025.
-fréttatilkynning