Fréttir
Forsvarsmenn Ægisbrautar records með blóm og viðurkenningu fyrir menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2025. Guðríður Sigurjónsdóttir formaður menningar- og safnanefndar til vinstri og Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar til hægri. Ljósm. mm

Ægisbraut records er handhafi menningarverðlauna Akraneskaupstaðar

Vökudagar á Akranesi voru settir við hátíðlega athöfn í Tónlistarskólanum á Akranesi síðdegis í gær. Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar setti hátíðina. Þar voru menningarverðlaun kaupstaðarins afhent í 23. skipti. Guðríður Sigurjónsdóttir, formaður menningar- og safnanafndar, lýsti niðurstöðu nefndarinnar og tilkynnti: „Það er Ægisbraut Records sem hlýtur verðlaunin að þessu sinni.“