Fréttir

true

Héldu kaffisamsæti í Viku einmanaleikans

Kvenfélag Stafholtstungna í Borgarfirði tók um helgina þátt í verkefni Kvenfélagasambands Íslands sem nefnist Vika einmanaleikans. Er um að ræða vitundarvakningu um einsemd og einmanaleika og stendur yfir 3.-10. október. Verkefninu er ætlað að opna á umræðu um einmanaleika í samfélaginu, upplýsa almenning um orsakir og afleiðingar, hvetja til aðgerða og efla samtakamátt í þjóðfélaginu…Lesa meira

true

Kristín stimplaði sig rækilega inn að nýju í lyftingunum

Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona úr Borgarfirði, sem keppir fyrir ÍA, varð um helgina Íslandsmeistari í klassískum lyftingum. Kristín gjörsigraði í 84 kílóa flokknum með því að lyfta samanlagt 570,5 kílóum. Jafnfram náði hún besta árangri á mótinu, fékk 107,9 stig en engin önnur kona komst yfir 86 stigin. Kristín var með þátttöku á mótinu að stimpla…Lesa meira

true

Ferðamenn í fjöruferð lentu í vandræðum

Björgunarsveitin Klakkur í Grundarfirði var kölluð út um nónbil í gær vegna ferðamanna sem lent höfðu í vandræðum. Af einhverjum ástæðum höfðu þeir ákveðið að aka niður í fjöru við brúna yfir Kolgrafafjörð og fest bifreiðina í lausu fjörugrjóti. Sjávarföllin bíða ekki eftir neinum og sjórinn var að falla að og því þurfti að kalla…Lesa meira

true

Þróttur bauð lægst í framkvæmdir á Sementsreit

Í vikunni sem leið var skrifað undir verksamning um vinnu við gatnagerð, jarðvegsskipti og lagnir á hluta af Sementsreitnum á Akranesi. Að verkinu standa Akraneskaupstaður, Veitur, Ljósleiðarinn og Míla. Þróttur ehf. á Akranesi átti lægra tilboð í verkið en það hljóðaði upp á 298 milljónir króna en kostnaðaráætlun var 401 milljón. Fagurverk ehf. bauð 383…Lesa meira

true

Vilja að reglugerð um skelbætur verði gefin út án tafar

Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 25. september síðastliðinn var samþykkt samhljóða ályktun vegna skelbóta, undir liðnum „stefnumörkun í sjávarútvegi og skelbætur“. Lögð voru fram gögn vegna óvissu um áframhaldandi úthlutun skelbóta. Eins og fjallað hefur verið um í Skessuhorni stendur yfir endurskoðun Eyjólfs Ármanssonar innviðaráðherra á byggðakerfi sjávarútvegsins og hefur töf á úthlutun skelbóta leitt af…Lesa meira

true

Opnuðu verslun á Arnarstapa í samstarfi við Icewear

Á Arnarstapa á Snæfellsnesi var nú um mitt sumar opnuð verslun fyrir ferðamenn. Einkum er þar í boði fatnaður og gjafavörur frá Icewear, en einnig drykkir og aðrar veitingar. Verslunin er í uppgerðum útihúsum, fjárhúsi og hlöðu, sem tilheyrðu áður býlinu Eyri, skammt fyrir ofan bryggjuna og útsýnispallinn. Sjálft íbúðarhúsið á Eyri er hins vegar…Lesa meira

true

Gistinóttum fjölgaði minnst á Vesturlandi og Vestfjörðum

Gistinóttum á hótelum á landinu fjölgaði um 9,6% í ágúst á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Alls voru gistinæturnar rúmlega 667 þúsund á landinu öllu í ágúst en til samanburðar voru þær tæplega 609 þúsund í sama mánuði í fyrra. Mest varð fjölgunin á Suðurlandi…Lesa meira

true

Þórbergur kemur í Borgarnes

Einleikur byggður á bókinni Sálmurinn um blómið var frumsýndur á fjölum Söguloftsins í Landnámssetrinu síðastliðinn laugardag í túlkun Jóns Hjartarsonar leikara. Bókin kom út fyrir um 70 árum. Þar spjallar skáldið Þórbergur við litlu stúlkuna Lillu-Heggu og það er enginn annar en Guð sjálfur sem á hugmyndina að verkinu, sem er einstakt í sinni röð…Lesa meira

true

Minnist bróður síns og frænda sem fórust vegna sama bílsins

Bjarni Kristinn Þorsteinsson í Borgarnesi rifjar upp á FB síðu sinni að í dag, 5. október, hefði ástkær bróðir hans Unnsteinn Þorsteinsson eldri, orðið 80 ára hefði hann lifað. Unnsteinn lést af slysförum aðeins tvítugur að aldri 11. desember 1965. „Þá daga voru og grúfðu yfir Borgarnesi og í hugum fólks dimmir dagar því tveir…Lesa meira

true

Snæfellskonur með sigur í fyrsta leik

KV tók á móti Snæfelli á Meistaravöllum í fyrstu umferð 1. deildar kvenna í körfuknattleik á laugardaginn. Leikar fóru þannig að Snæfell knúði fram nauman sigur; 64-62.  Þær Anna Soffía Lárusdóttir og Valdís Helga Alexandersdóttir voru atkvæðamestar hjá Snæfelli, gerðu báðar 22 stig fyrir gestina, Adda Sigríður Ásmundsdóttir setti tíu stig, Natalía Mist Þráinsdóttir 6,…Lesa meira