Fréttir

true

Malbikað í Stykkishólmi

Miklar framkvæmdir standa nú yfir við Aðalgötu og víðar í Stykkishólmi. Fram kemur á heimsíðu Sveitarfélagsins Stykkishólms að unnið er að því að malbika Aðalgötuna frá Pósthúsi fram yfir gatnamót Borgarbrautar. Þá stendur einnig til að malbika hluta Borgarbrautar auk minniháttar viðgerða hér og þar í bænum. Óhjákvæmilega fylgja framkvæmdum lokanir á götum en hjáleiðir…Lesa meira

true

Leggur til að sveitarfélög verði ekki með færri en 250 íbúa

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur kynnt í Samráðgátt stjórnvalda drög að frumvarpi þar sem ýmsar breytingar eru lagðar til á sveitarstjórnarlögum. Breytingarnar varða m.a. stjórnsýslu sveitarfélaga, íbúasamráð, frumkvæði ráðherra að sameiningum sveitarfélaga, samvinnu sveitarfélaga, fjármál og reikningsskil, starfshætti kjörinna fulltrúa og eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga. Meginmarkmið breytinganna er að styrkja stjórnsýslu sveitarfélaga og efla sveitarstjórnarstigið í…Lesa meira

true

Opnunarhátíð VÍS á Akranesi á föstudaginn

„Það er virkilega góð tilfinning að geta boðið bæjarbúum að fagna opnun nýrrar þjónustuskrifstofu okkar á Akranesi,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS í samtali við Skessuhorn, en félagið opnaði nýverið skrifstofu í bænum eftir að hafa lokað starfseminni þar árið 2018. Fjórir starfsmenn munu verða staðsettir á skrifstofunni sem Ingibjörg Ólafsdóttir, betur þekkt sem…Lesa meira

true

Tvö sundfélög í samstarf

Samstarfsverkefni Sundfélags Akraness og Sunddeildar Skallagríms er komið vel af stað. Í vor var tekin ákvörðun um að ráða Marinó Inga Adolfsson sem nýjan þjálfara hjá Sundfélagi Akraness. Ásamt því að þjálfa hjá félaginu tekur hann virkan þátt í enduruppbyggingu Sunddeildar Skallagríms í Borgarnesi. Æfingar hófust í byrjun september og nú eru þegar komin 37…Lesa meira

true

Gæðasalt framleitt á Reykhólum

Vörur frá fyrirtækinu Norður & Co ehf. sjást víða í matvöruverslunum undir vöruheitinu Norðursalt. Það er lífrænt vottað og numið úr sjó við Reykhóla þar sem fimm manns starfa við framleiðsluna. Skessuhorn fræddist um fyrirtækið hjá Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur framkvæmdastjóra fyrirtækisins og fyrrum sveitarstjóra Reykhólahrepps. Sjórinn er hrein auðlind Ingibjörg er nýtekin við starfi framkvæmdastjóra…Lesa meira

true

Rútuferð á bikarúrslitaleik

„Það er bikar í boði á föstudagskvöldið og við ætlum öll að hjálpast að við að sigla titlinum í höfn,“ segir í tilkynningu frá stuðningsmönnum Víkings í Ólafsvík sem boða bæjarferð á föstudaginn þegar liðið keppir til úrslita í fotbolti.net bikarnum. Andstæðingarnir verða Tindastóll frá Sauðárkróki. „Breiðavík ehf og Fiskmarkaður Snæfellsbæjar bjóða upp á rútuferð…Lesa meira

true

Tökur á sjónvarpsseríunni Elmu hefjast brátt á Akranesi

Tökur á sjónvarpsseríu byggðri á bók Evu Bjargar Ægisdóttur; Marrið í Stiganum, hefjast á Akranesi í byrjun október og er ráðgert að þær standi yfir næstu þrjá mánuði. Þáttaserían verður alls sex þættir og er framleidd af Glassriver (glassriver.is) en þættirnir verða sýndir í Sjónvarpi Símans næsta haust. Þættirnir munu bera nafnið Elma eftir aðalsöguhetju…Lesa meira

true

Annar flokkur ÍA tryggði sér bikarmeistaratitilinn annað árið í röð

Það var sannkallaður markaleikur sem fór fram á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi síðastliðinn fimmtudag þegar úrslitaleikur 2. flokks karla í knattspyrnu fór fram. Þar mættust sameinað lið Gróttu og Kríu og lið ÍA, Kára, Skallagríms og Víkings Ólafsvíkur. Gestirnir af Vesturlandi byrjuðu af miklum krafti og eftir aðeins 16 mínútur var staðan orðin 0–4. Þar skoraði…Lesa meira

true

Guðjón Ingi sigurvegari í bakgarðshlaupinu

Skagamaðurinn Guðjón Ingi Sigurðsson fagnaði sigri í fimmta bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Heiðmörk sem fram fór um helgina. Síðasta hlutann hljóp hann í keppni við Þórdísi Ólöfu Jónsdóttur en hafði að endingu betur. Hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun en lauk ekki fyrr en Guðjón Ingi lauk sínum 43. hring í nótt. Bakgarðshlaupin ganga út á…Lesa meira

true

Býður fólki sjálftínslu á kartöflum og gulrótum

Jón Björn Blöndal, ungur bóndi í Bæjarsveit, hefur auglýst áhugaverðan viðburð næstkomandi laugardag. „Nýttu tækifærið til að birgja þig upp af kartöflum og gulrótum fyrir veturinn. Næsta laugardag 27. september milli klukkan 13 og 16 getur fólk mætt út í akur í Bæjarsveit og tekið upp gulrætur og kartöflur fyrir lítinn pening. Kartöflur 300 kr/kg…Lesa meira