Fréttir

true

Steypa á íþróttahússgólfi gekk eins og í sögu

Í gær var botnplatan steypt í nýja íþróttahúsið í Búðardal. Verktakinn er Eykt en steypunni var ekið frá Steypustöðinni í Borgarnesi. Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar sveitarstjóra gekk verkið eins og í sögu og segist hann hafa horft á dælubílinn aka brott um þrjúleitið. Tíu bílar óku með steypuna úr Borgarnesi og fór helmingur þeirra…Lesa meira

true

Fjör á vetrarmótaröð AK Pípulagna í pílu

Það var nóg um að vera hjá Pílufélagi Akraness í gærkvöldi þegar spilað var í úrslitum í vetrarmótaröð AK Pípulagna. Alls höfðu 47 þátttakendur tekið þátt á átta mótum fyrir úrslitakeppnina og voru það 16 efstu eftir þau mót sem tryggðu sig inn á úrslitakvöldið. Spiluð voru A, B, C og D úrslit þar sem…Lesa meira

true

Framlög Óðals og Arnardals fulltrúar á Samfés

Í gær fór fram hin árlega söngvakeppni Sam-vest og var keppnin í Klifi í Ólafsvík. Þar komu um 350 ungmenni saman og kepptu um hvaða atriði yrði framlag Vestlendinga í Söngkeppni Samfés 3. maí næstkomandi. Alls tóku 25 keppendur frá sjö félagsmiðstöðvum þátt í keppninni og stigu á svið. Að keppni lokinni spiluðu strákarnir í…Lesa meira

true

Afhentu áskorun um að endurvekja virkniverkefnið Saman á Skaga

Fyrr í dag var bæjarstjóranum á Akranesi afhentur undirskriftalisti með nöfnum 248 einstaklinga sem mótmæla því að virkniverkefnið Saman á Skaga liggur nú niðri vegna þess að það var ekki fjármagnað í fjárhagsáætlun ársins 2025. „Saman á Skaga hefur það meginmarkmið að efla félagslega virkni og draga úr einangrun hjá fullorðnu fólki með fötlun,“ segir…Lesa meira

true

Fótbolti er ekki lengur í fyrsta sæti

Rætt við Carlos Saavedra, knattspyrnumann og sparkboxara Carlos Saavedra er spænskur knattspyrnumaður og þjálfari sem hefur leikið fótbolta á Íslandi undanfarin fimm ár. Hann hefur spilað með Skallagrími í Borgarnesi og er nú sömuleiðis einn af aðalþjálfurum liðsins. En í apríl á þessu ári mun Carlos berjast í MMA bardaga á Spáni svo blaðamaður Skessuhorns…Lesa meira

true

Aflétta í dag ásþungatakmörkunum

Vegagerðin mun klukkan 14 í dag aflétta þeim sérstöku ásþungatakmörkunum sem hafa verið í gildi á Snæfellsnesvegi 54, frá Hringvegi 1 við Borgarnes um Snæfellsnes, Útnesvegi 574, Vatnaleið 56 og Stykkishólmsvegi 58.Lesa meira

true

Færænlegar húseiningar keyptar í Stykkishólm

Sveitarfélagið Stykkishólmur hefur fest kaup á færanlegum húseiningum sem Reykjavíkurborg bauð til sölu í gegnum uppboð. Húseiningarnar, sem allar voru seldar á uppboði í einum pakka, standa nú við Dalskóla. Um er að ræða færanleg hús, alls 479 fermetra en þar af er 178 fermetrar einingahús úr timbri, ekki ósvipað Setrinu og Bakkaseli, sem nýtt…Lesa meira

true

Alvarlegt slys í Norðurárdal

Um miðjan dag í gær varð alvarlegt umferðarslys í Norðurárdal í Borgarfirði á móts við afleggjarann á Bröttubrekku. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og viðbragðsaðilar, m.a. slökkvilið en beita þurfti klippum á annan bílinn til að ná fólki úr honum. Tildrög slyssins voru þau að rúta og jepplingur lenda í árekstri. Tveir voru í…Lesa meira

true

Umferð jókst langmest á Vesturlandi í febrúar

Samkvæmt gögnum frá 16 lykilteljurum Vegagerðarinnar á Þjóðvegi 1 dróst umferð að jafnaði saman um 1,1% milli febrúarmánaða 2024 og 2025. Breytingar eru þó mismunandi eftir landshlutum. Mest bar á 3,9% minnkun umferðar um Suðurland og 1,6% samdrátt á lykilteljurum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Umferð um Vesturlands jókst hins vegar í febrúar um 3,2% en…Lesa meira

true

Þróttur gerir nýjan veg í Gilsfirði

Snemma í febrúar voru hjá Vegagerðinni opnuð tilboð í endurbyggingu á um 6,6 km vegarkafla Steinadalsvegar í Gilsfirði. Vegurinn er leiðin af Vestfjarðavegi að Ólafsdal. Um er að ræða endurbætur á núverandi vegi ásamt vegtengingum og frágangi. Sjö tilboð bárust og voru fjögur þeirra yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var 273,8 milljónir króna, en þrjú tilboð…Lesa meira