
Keppendur í A úrslitum. Frá vinstri: Sverrir Þór, Hallur Freyr, Steinar og Gunni Hó. Ljósm. PFA
Fjör á vetrarmótaröð AK Pípulagna í pílu
Það var nóg um að vera hjá Pílufélagi Akraness í gærkvöldi þegar spilað var í úrslitum í vetrarmótaröð AK Pípulagna. Alls höfðu 47 þátttakendur tekið þátt á átta mótum fyrir úrslitakeppnina og voru það 16 efstu eftir þau mót sem tryggðu sig inn á úrslitakvöldið. Spiluð voru A, B, C og D úrslit þar sem efstu fjórir spiluðu í A úrslitum og svo koll af kolli niður í D úrslit.