Fréttir
Steypan lögð í gólfið. Sjá má skóna fyrir límtrésbitana í sökkulstæðinu. Ljósm. bbþ

Steypa á íþróttahússgólfi gekk eins og í sögu

Í gær var botnplatan steypt í nýja íþróttahúsið í Búðardal. Verktakinn er Eykt en steypunni var ekið frá Steypustöðinni í Borgarnesi. Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar sveitarstjóra gekk verkið eins og í sögu og segist hann hafa horft á dælubílinn aka brott um þrjúleitið. Tíu bílar óku með steypuna úr Borgarnesi og fór helmingur þeirra tvær ferðir, en alls var steypt úr níutíu rúmmetrum. Nýja gólfið er eins og löglegur körfuboltavöllur að stærð.