
Úrslit tilkynnt. Ljósm. afdrep
Framlög Óðals og Arnardals fulltrúar á Samfés
Í gær fór fram hin árlega söngvakeppni Sam-vest og var keppnin í Klifi í Ólafsvík. Þar komu um 350 ungmenni saman og kepptu um hvaða atriði yrði framlag Vestlendinga í Söngkeppni Samfés 3. maí næstkomandi. Alls tóku 25 keppendur frá sjö félagsmiðstöðvum þátt í keppninni og stigu á svið. Að keppni lokinni spiluðu strákarnir í hljómsveitinni Tónhyl fyrir dansi.