
Undirbúningur hafinn á lóð Grunnskólans í Stykkishólmi. Ljósm. jse.
Færænlegar húseiningar keyptar í Stykkishólm
Sveitarfélagið Stykkishólmur hefur fest kaup á færanlegum húseiningum sem Reykjavíkurborg bauð til sölu í gegnum uppboð. Húseiningarnar, sem allar voru seldar á uppboði í einum pakka, standa nú við Dalskóla. Um er að ræða færanleg hús, alls 479 fermetra en þar af er 178 fermetrar einingahús úr timbri, ekki ósvipað Setrinu og Bakkaseli, sem nýtt verður sem kennslustofa. Fasteignamat á heildarpakkanum var um 92 milljónir króna en Sveitarfélagið Stykkishólmur átti hæsta boð í húsin sem nam 5.062.000 kr.