Fréttir

Umferð jókst langmest á Vesturlandi í febrúar

Samkvæmt gögnum frá 16 lykilteljurum Vegagerðarinnar á Þjóðvegi 1 dróst umferð að jafnaði saman um 1,1% milli febrúarmánaða 2024 og 2025. Breytingar eru þó mismunandi eftir landshlutum. Mest bar á 3,9% minnkun umferðar um Suðurland og 1,6% samdrátt á lykilteljurum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Umferð um Vesturlands jókst hins vegar í febrúar um 3,2% en um 1,6% um Norðurland. Þetta eru einu landssvæðin þar sem umferð jókst í febrúar.

Umferð jókst langmest á Vesturlandi í febrúar - Skessuhorn