Fréttir

true

Einungis heilbrigðisstarfsfólk má sprauta í varir

Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur undirritað nýja reglugerð sem kveður á um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum. Eftir gildistöku mega aðeins læknar með sérfræðileyfi í húðlækningum og lýtalækningum og annað heilbrigðisstarfsfólk, sem hefur aflað sér fullnægjandi þekkingar, sprauta fylliefnum undir húð. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðs Íslands segir að markmiðið sé að tryggja…Lesa meira

true

Ísak Birkir náði sæti í undanúrslitum í úrvalsdeildinni í keilu

Síðastliðinn sunnudag hófst úrvalsdeildin í keilu sem sett er upp í samvinnu við Stöð 2 Sport en tólf keppendur hafa unnið sér inn réttinn til þátttöku í deildinni. Leikið er með þeim hætti að allir spila tvo leiki við alla og sá aðili sem er með hærra heildarskor úr þessum tveimur leikjum fær tvö stig…Lesa meira

true

Breytt hönnun skólahúss orsakaði tafir á byggingu þess

Eins og greint var í frétt Skessuhorns 5. febrúar síðastliðinn verða tafir við verklok nýbyggingar við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Verktaki hefur farið þess á leit við verkkaupann Borgarbyggð að frestun verði á áætluðum verklokum við endurbyggingu hluta húsnæðis skólans. Ástæða seinkunar er að hluta til rakin til tafa á hönnun en unnið verður í…Lesa meira

true

Fyrsta keppni vetrarins í KB mótaröðinni

Fyrsta mótið í KB mótaröðinni í hestaíþróttum fór fram á laugardaginn í Faxaborg. Keppt var í fjórgangi í öllum flokkum. Mótið er bæði einstaklings- og liðakeppni og telja öll þrjú mótin til stiga. Eftir fyrsta kvöldið er lið Devold efst, en mjótt er á munum og verður spennandi að sjá hvað gerist 15. mars þegar…Lesa meira

true

Sindri Karl bætti mótsmet og Sölvi á hlaupaskónum

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, og var keppt í Laugardalshöllinni. Sindri Karl Sigurjónsson frá UMSB bætti mótsmetið í 3000 m hlaupi pilta 16-17 ára þegar hann hljóp á 9:10,74, sem er bæting hjá Sindra Karli en hans fyrri besti tími var 9:22,36. Sindri hljóp einnig í 1500 metra hlaupi…Lesa meira

true

Guðmundur Fertram tekur sæti í háskólaráði LbhÍ

Frumkvöðullinn og uppfinningamaðurinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson hefur tekið sæti Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra í háskólaráði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Guðmundur stofnaði og er í dag forstjóri Kerecis, líftæknifyrirtækis sem notar fiskroð til að græða sár. Guðmundur hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir nýsköpun en sem uppfinningamaður hefur hann yfir 200 einkaleyfi og einkaleyfisumsókna.Lesa meira

true

Styrkir til íslenskukennslu fyrir útlendinga

Mennta- og barnamálaráðuneyti úthlutaði styrkjum til íslenskukennslu fyrir útlendinga í síðustu viku. Alls barst 21 umsókn frá fyrirtækjum og stofnunum til þessara verkefna og fengu þau öll styrk. Ráðuneytið hækkaði upphæð til úthlutunar frá síðasta ári og var 294,3 m.kr. úthlutað til íslenskukennslu á árinu. Á Vesturlandi fékk Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri styrk upp á…Lesa meira

true

Skipar aðgerðahóp í húsnæðismálum

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað aðgerðahóp um bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og úrbætur til lengri tíma. Í hópnum sitja þrír þingmenn, einn úr hverjum stjórnarflokki, auk fulltrúa frá ráðuneytinu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hópurinn starfar út kjörtímabilið í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar. Formaður hópsins er Ragnar Þór Ingólfsson frá Flokki fólksins, en aðrir…Lesa meira

true

Svínsminni hafa slíkir menn

Laxdæla tekur flugið í Landnámssetri Þúsund ára gömul saga getur verið fersk og ný. Þetta raungerist á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi þessa dagana þar sem Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur flytur Laxdælu fyrir fullum sal. Laxdælasaga er sérstök, litrík og mannleg. Hún býr yfir mörgum persónum sem greina sig vel frá hvor annarri og söguþráðurinn er sterkur.…Lesa meira

true

Mikið af glamúr og gleði á árshátíð MB

Árshátíð Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar var haldin hátíðleg þriðjudagskvöldið 11. febrúar síðastliðinn. Nemendur og starfsfólk skólans fjölmenntu prúðbúin á skemmtunina, sem var með grímuballs þema. Borðuð var þriggja rétta kvöldmáltíð sem var elduð og borin fram af foreldrum og forráðamönnum nemenda. Fram kemur á FB síðu skólans að Jónsi, Jón Jósep Snæbjörnsson, var veislustjóri og sá…Lesa meira