
Jónsi sló í gegn á árshátíðinni. Ljósm. MB
Mikið af glamúr og gleði á árshátíð MB
Árshátíð Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar var haldin hátíðleg þriðjudagskvöldið 11. febrúar síðastliðinn. Nemendur og starfsfólk skólans fjölmenntu prúðbúin á skemmtunina, sem var með grímuballs þema. Borðuð var þriggja rétta kvöldmáltíð sem var elduð og borin fram af foreldrum og forráðamönnum nemenda.