
Steypuvinna á að klárast nú í vikunni en tafir verða á verklokum. Ljósm. oj
Breytt hönnun skólahúss orsakaði tafir á byggingu þess
Eins og greint var í frétt Skessuhorns 5. febrúar síðastliðinn verða tafir við verklok nýbyggingar við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Verktaki hefur farið þess á leit við verkkaupann Borgarbyggð að frestun verði á áætluðum verklokum við endurbyggingu hluta húsnæðis skólans. Ástæða seinkunar er að hluta til rakin til tafa á hönnun en unnið verður í samstarfi við verktaka og skólastjórnendur að því að hluti byggingarinnar verði tekin í notkun á tilsettum tíma fyrir skólasetningu næsta haust.