Íþróttir
Sindri Karl bætti mótsmet í 3000 m hlaupi pilta. Ljósm. frí.is

Sindri Karl bætti mótsmet og Sölvi á hlaupaskónum

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, og var keppt í Laugardalshöllinni. Sindri Karl Sigurjónsson frá UMSB bætti mótsmetið í 3000 m hlaupi pilta 16-17 ára þegar hann hljóp á 9:10,74, sem er bæting hjá Sindra Karli en hans fyrri besti tími var 9:22,36. Sindri hljóp einnig í 1500 metra hlaupi og náði þar öðru sætinu.