
Fréttir


Nú þegar við höfum kvatt árið 2024 er ekki úr vegi að líta aðeins um öxl. Eins og áður leitaði Skessuhorn til forystufólks í sveitarfélögum í landshlutanum og bað það um að svara laufléttum spurningum; um hvað stæði upp úr frá árinu sem var að líða – og hvers þeir vænta á því nýja. Hér…Lesa meira

Veðurstofan mun auka vöktunarstig við Ljósufjöll vegna vaxandi skjálftavirkni á svæðinu undanfarnar vikur. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur, segir í samtali við fréttavefinn Vísi, það vera sérstakt að skjálftavirkni mælist svo lengi á jafnmiklu dýpi og raunin er nú. Skjálfti að stærðinni 2,9 varð við Grjótárvatn í morgun. „Við erum semsagt að meta það sem svo…Lesa meira

Í Skessuhorni sem var að koma út er að finna nokkrar atvinnuauglýsingar sem vert er að gefa gaum. Landbúnaðarháskóli Íslands auglýsir starf bústjóra Hvanneyrarbúsins ehf. á Hvanneyri. Umsóknarfrestur er til 24. janúar næstkomandi. Starf framkvæmdastjóra Höfða – hjúkrunar- og dvalarheimilis á Akranesi er laust til umsóknar. Þar er umsóknarfrestur til og með 20. janúar. Nýstofnað…Lesa meira

Snemma í desember auglýsti Skessuhorn eftir tilnefningum frá íbúum um hver skyldi hljóta sæmdarheitið Vestlendingur ársins 2024; hver væri sá íbúi sem hefði á einhvern hátt skarað fram úr á árinu. Þetta er í 27. skipti sem Skessuhorn gengst fyrir þessari útnefningu og í áranna rás hefur fjöldi fólks víðs vegar um landshlutann hlotnast þessi…Lesa meira

Bæjarráð Akraneskaupstaðar fól skóla- og frístundaráði að rýna fyrirkomulag og nýtingu tómstundaframlags Akraneskaupstaðar og leggja fram tillögur að hækkun og/eða breytingum á fyrirkomulagi til hagsbóta fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Á fundi skóla- og frístundaráðs fyrir jól lagði ráðið til við bæjarráð að tómstundaframlag fyrir árið 2025 yrði hækkað um 3,5%. Ráðið lagði einnig…Lesa meira

Þorsteinn Þorsteinsson líffræðingur er látinn, 99 ára að aldri. Þorsteinn sonur hans greinir frá andláti föður síns á síðu Húsfellinga og segir að; látinn sé sá síðasti “gömlu” Húsafellssystkinanna, 99 ára gamall. “Síðasta árið var hann búinn að stríða við talsvert heilsuleysi og má segja að hann sé frá þrautum leystur. Hans ævi hófst á…Lesa meira

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum tilkynnti Matvælastofnun í gær, 6. janúar, að kettlingur, sem barst rannsóknarstöðinni til krufningar, hefði greinst með skætt afbrigði fuglainflúensu (H5N5). Það er sama afbrigði og hefur greinst í villtum fuglum hér á landi frá því í september í fyrra og á einu alifuglabúi í byrjun desember. Matvælastofnun gaf strax…Lesa meira

Sigurður Júlíusson er nýr eigandi Borgarsports í Borgarnesi en hann og meðeigandi hans, móðir hans Helle Larsen, voru að taka á móti viðskiptavinum í búðinni í gær þegar blaðamaður leit við. „Ég var búinn að vera að velta þessu fyrir mér; að eiga og reka Borgarsport, en Steini fyrrverandi eigandi, var að kaupa glugga af…Lesa meira

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna verður haldið í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 16. janúar frá klukkan 12:00 til 17:00 í samstarfi við Norlandair og Isavia innanlands. Mannamót eru fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu þar sem hátt í þúsund gestir hafa mætt og sýnendur verið um 250 talsins. Tilgangur Mannamóts er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustufólki sem staðsett…Lesa meira