
Látinn er Þorsteinn Þorsteinsson lífefnafræðingur frá Húsafelli
Þorsteinn Þorsteinsson líffræðingur er látinn, 99 ára að aldri. Þorsteinn sonur hans greinir frá andláti föður síns á síðu Húsfellinga og segir að; látinn sé sá síðasti "gömlu" Húsafellssystkinanna, 99 ára gamall. "Síðasta árið var hann búinn að stríða við talsvert heilsuleysi og má segja að hann sé frá þrautum leystur. Hans ævi hófst á balli í Húsafellsbænum, en að kvöldi 30. mars 1925 var mikill mannfagnaður á Húsafelli, en þar kom meðal annarra Ásta Jóseps, sem fylgdi húsmóðurinni af gleðskapnum inn í herbergi og tók þar á móti drengnum sem kom í heiminn um nóttina. Ég er ekkert að skrifa um það sem á eftir kom, nema eftir 99 ára farsælt lífshlaup kveður hann þennan heim á þrettandanum," skrifar Þorseinn yngri.
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Þannig vill til að fyrir tæpum þremur árum, vorið 2022, tók Guðrún Jónsdóttir blaðamaður á Skessuhorni fróðlegt viðtal við Þorstein, eða Hotta, eins og hann var jafnan kallaður. Fyrirsögn þess var: Þá var útvarpið ekki komið. Í viðtalinu er æskan rifjuð upp og kynnin af fólkinu sem bjó á Húsafelli á uppvaxtarárum barnanna þar. Sem virðingarvott við Þorstein og hans fólk leyfum við okkur að birta viðtalið í heild sinni eins og það var í blaðinu. Athygli er vakin á því að allar tímasetningar eru upphaflegar, miðað við birtingu í maí 2022:
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
„Þá var útvarpið ekki komið“
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Litið aftur tæpa öld og barnæska Þorsteins frá Húsafelli rifjuð upp
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Þorsteinn Þorsteinsson lauk stúdentsprófi árið 1950 og magistersprófi í lífefnafræði frá Hafnarháskóla árið 1956. Í síðustu viku átti hann 76 ára útskriftarafmæli frá Bændaskólanum á Hvanneyri, nú Landbúnaðarháskóla Íslands. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti hann og Eddu Emilsdóttur konu hans á fallegu heimili þeirra í Reykjavík. Þau hafa verið gift í 67 ár og eiga fjögur uppkomin börn; Ingibjörgu, Björn, Þorstein og Margréti.
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Erindið var að spyrja Þorstein um æsku hans á Húsafelli í Hálsasveit, þar sem hann fæddist 1. apríl árið 1925, þriðji í röð fjögurra barna Ingibjargar Kristleifsdóttur og Þorsteins Þorsteinssonar. Í samtalinu rifjast upp minningar um fjölskylduna, en einnig vinnufólkið sem tengdist henni sterkum böndum gegnum áratuga trúfasta þjónustu. Við byrjum á að ræða jólin. „Það er mjög sterk endurminning; fyrstu jólin sem ég man eftir,“ segir Þorsteinn. „Þá var útvarpið ekki komið. Hátíðin byrjaði þegar allir söfnuðust saman og Jakob Guðmundsson vinnumaður las húslestur. Gamlar endurminningar eru oft svolítið takmarkaðar, en maður man sterkar myndir eins og þessa,“ segir hann hugsi.
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Erfiður missir
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Talið berst áfram að fyrstu árunum og síðan að haustinu árið 1930. Þá kvöddu grimm örlög dyra. „Það urðu miklar breytingar á Húsafelli þetta ár því að þá deyr mamma mín. Hún veiktist af krabbameini og dó suður í Reykjavík eftir mjög erfiða legu. Hún var jörðuð í kirkjugarðinum á Húsafelli. Þá var ég fimm ára og þarna urðum við krakkarnir móðurlausir. Við vorum fjögur. Elstur var Magnús fæddur 1921, þá Kristleifur fæddur 1923, svo kem ég 1925 og Ástríður systir mín er fædd árið 1927. Móðurmissirinn var erfiðastur fyrir Ástríði því við drengirnar vorum frjálsir eins og fuglinn utan dyra, en eins og gengur með stúlkur á þessum tíma þá voru þær bundnar innan dyra og háðari fólkinu sem þar var.“
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Þorsteinn eldri
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Þorsteinn segir um föður sinn að hann hafi gengið á Hvítárbakkaskóla og alla tíð verið duglegur að afla sér þekkingar og menntunar. Þessu fylgdi forystuhlutverk innan sveitarinnar. „Hann var virtur þar og réði miklu. Hann var samt ekki einn af þessum mönnum sem vildu ryðjast áfram, þetta þótti bara sjálfsagt, aðrir bændur höfðu ekki sömu þekkingu og hann. Svo það var nógu að sinna og við ólumst þarna upp að heilmiklu leyti rétt eins og dýrin í haganum,“ segir Þorsteinn og brosir. „Þegar móðir mín dó voru allir boðnir og búnir að hjálpa föður mínum með heimilið. Ástríður systir hans var eitt misseri hjá okkur á meðan erfiðustu umskiptin urðu. Þar á eftir komu svo ráðskonur og ég minnist sérstaklega einnar þeirra, Herdísar Jónasdóttur, sem var ættuð norðan úr Húnavatnssýslu. Hún var mikill dugnaðarvargur, vel að sér til handa og sæmilega til bókar. Hún hafði verið á Húsmæðraskólanum á Blönduósi. Herdís var líklega hjá okkur í um 25 ár og margt gott um hana að segja. Hún var til dæmis mikill dýravinur, það var varla hægt að nefna það kvikyndi sem ekki elti hana.“
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Faðir Þorsteins tók ekki saman við aðra konu eftir að hann missti Ingibjörgu konu sína. En Herdís dvaldist lang lengst af ráðskonunum á Húsafelli. „Ef einhver meiðsli urðu úti við var það hún sem var dugleg að binda um sárin. En það kom enginn í staðinn fyrir mömmu,“ segir Þorsteinn.
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Ljósin í tilverunni
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Fræðsla var sjálfsagður hluti dagslegs lífs á heimilinu. Þorsteinn nefnir sérstaklega tvær eftirminnilegar persónur og hjú á bænum í áratugi, þau Jakob Guðmundsson frá Kolsstöðum og Guðrúnu Jónsdóttur sem oft var kölluð Gunna á Húsafelli. Jakob var fæddur 1873 og Guðrún 1861. Þorsteinn var samtíma þeim báðum langt fram á fullorðins aldur og segir: „Guðrún var afskaplega vel lesin og hafði yndi af kvæðum og skáldsögum. En hún var svo óheppin að hafa ekki lært að skrifa og sama gilti reyndar um Ástríði föðurömmu mína. Kobbi og Gunna voru dugleg að fræða okkur krakkana og síðan ég man fyrst eftir mér var farskóli í sveitinni. Kennarinn fluttist milli bæja, svo sem milli Rauðsgils og Húsafells. Sennilega hefur hann þurft að vera á fjórum bæjum yfir veturinn. „Steinunn á Rauðsgili var systir föður míns og börnin þar voru eins og systkini okkar. Fyrsti kennarinn sem ég man eftir var Arnþór Árnason, bróðir Þuru í Garði. Honum var eiginlega ekki hægt að hæla, hann orti ljótar vísur bæði um nemendur og aðra. Svo kom Guðveig Brandsdóttir frá Fróðastöðum í Hvítársíðu, og síðan Helgi Geirsson. Guðveig var ein af þessum skæru ljósum í tilverunni, sameinaðist krökkunum, fór út með þeim að leika og var hvers manns hugljúfi. En Helgi var strangur og allt að því vondur við börnin. Hann hafði hins vegar þann mikla kost að vera stakur bindindismaður og hafði það fyrir börnunum. Svo kom Ragnheiður Brynjólfsdóttir frá Hlöðutúni og hún var annað ljósið í tilverunni.“
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Byggt í upphafi aldar
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Aðspurður um húsakynni bernskunnar segir Þorsteinn: „Við bjuggum í húsinu sem var byggt árið 1908 og er gamli bærinn á Húsafelli í dag. Það tók tvö ár að byggja hann. Hann var hlaðinn úr vikurgrjóti sem við krakkarnir kölluðum flotasteina því það flaut á vatni. Það var tilhöggvið og lagt í sementssteypu og svo múrað að utan, þiljað að innan. Smiðurinn var Jón Sigurðsson frá Efstabæ í Skorradal. Svo var byggður skúr við húsið árið eftir og notað efni úr gamla bænum við það verk. Guðbjörn Oddsson byggði skúrinn. Hann giftist síðar föðursystur minni Steinunni Þorsteinsdóttur og þau bjuggu á Rauðsgili í Hálsasveit.“
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Þorsteinn segir svo um samskiptin milli systkinanna fjögurra: „Það má heita að það hafi alltaf verið gott á milli okkar í uppeldinu. Auðvitað voru þó áflog eins og gengur. Mitt erfiði var að fylgja eldri bræðrunum eftir, því ég var tveimur og fjórum árum yngri.“ Hann rifjar upp atvik þessu tengt: „Bróðursonur Ástríðar föðurömmu okkar hét Þorsteinn Jakobsson, oft kallaður Steini Hreða. Hann þótti sérvitur. Eitt sinn fór hann að gá hvort hann væri nokkuð lofthræddur og fór fram á háan klett sem slútti fram. Þar lét hann hálfan fótinn standa út af brúninni og horfði niður. Einu sinni komu svo bræður mínir Magnús og Kristleifur heldur hreyknir inn í bæ og sögðu: „Við þorðum það líka!“ Seinna fór ég með þeim þarna uppeftir. Þá klifruðu þeir upp á drang, en ég var lofthræddur og lá á maganum. En þó oft hafi verið erfitt að fylgja þeim eftir var líka styrkur í þeim þegar á þurfti að halda,“ segir hann.
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Gestakomur
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Blaðamaður spyr um húsaskipan í bænum sem Þorsteinn man glöggt. „Uppi í risi voru þrjú herbergi, þar af eitt stórt þar sem allt vinnufólkið svaf, karlar sem konur. Jakob var reyndar í öðru herbergi. Við Kristleifur sváfum svo saman í rúmi í herbergi pabba og Magnús í þriðja rúminu. En á sumrin breyttist allt vegna gestagangsins. Þá fluttum við í svokallað innra búr inn af búrinu í kjallaranum. Þar sváfum við feðgarnir nema Magnús. Í skúrnum var svo herbergi sem Jakob hafði á sumrin og þar var annað rúm sem Magnús eða einn vinnumannanna sváfu í.“
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Ástríður og Jósep
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}„Ástríður Þorsteinsdóttir föðursystir mín bjó á Signýjarstöðum í Hálsasveit með Jósepi Elíesersyni sem var ættaður úr Húnavatnssýslu. Jósep var allra manna uppátækjasamastur, fluggreindur maður sem var ekki nema 153 cm á hæð. Hann fékk á unga aldri áhuga á verslun, fór til Reykjavíkur og lærði bókhald og bréfaskriftir. Það var oft vitnað til þess þegar Jósep fór til að læra „bókhald og bréfaskriftir,“ segir Þorsteinn og brosir. „Til baka lá leið Jóseps yfir Víðidalstungu- og Arnarvatnsheiði um Húsafell þar sem hann sló sér niður í nokkra mánuði. Hann fór svo með Ástríði föðursystur mína með sér. Þau giftust og fóru að búa í Lækjarkoti í Húnavatnssýslu, koti í um 400 m hæð yfir sjó. Þar var fyrir móðir Jóseps og systir ásamt eiginmanni og börnum og því allþröngt á þingi. Ástríður og Jósep dvöldust þar í eitt ár þar til þau fluttu að Hrísum í Fitjárdal. Eftir þetta bættist lítil stúlka í barnahópinn í Lækjarkoti sem var skírð Jósefína Ástríður. Það sýndi að þau höfðu komið þarna eins og ljósgeisli í þetta fjallakot,“ heldur Þorsteinn áfram. „Það hefur verið eftirsjá í þeim. Svo fluttu þau í eitt kotið enn, fóru í húsmennsku að Bjarghúsum í Vesturhópi. Þá fréttist að Húsafelli að þau byggju þar við lítil efni. Þorsteinn afi minn átti þá Signýjarstaði í Hálsasveit. Hann setti jörðina undir þau og þau hófu þar búskap. Þau eignuðust tvö börn, Ástríði og Þorstein, sem bæði urðu merkismanneskjur. Jósep og Ástríður gátu ekki hugsað sér annað en að börnin yrðu menntafólk svo þau tóku sér heimiliskennara.“
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Þorsteinn nefnir nú til sögunnar Freymóð Þorsteinsson, bróðurson Gunnu á Húsafelli. Þannig hafði hagað til að Þorsteinn bróðir hennar bjó með heilsulausri konu í Suddu og átti þrjá drengi. Einn þeirra var fatlaður og frænka hans á Úlfsstöðum tók hann til sín. „Þorsteinn á Úlfsstöðum sá kunni maður mundi eftir því þegar hann var að annast þennan fatlaða dreng og bera hann út í sólskinið ef veðrið var gott. Hann var greindarpiltur og er eignuð þessi vísa:
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Afrekað ég engu fæ,
auðnu og gleðisnauður
iðjulaus á rúmi ræ,
rétt að segja dauður.
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Þá voru tveir drengir eftir og Ástríður amma mín segir við Gunnu: „Farðu oní sveit og taktu annan drenginn af honum Þorsteini bróður þínum, þann sem þér líst betur á.“ „Ég kaus Freymóð,“ sagði Gunna.
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}„Húsfellingar voru alltaf bakland Jóseps á Signýjarstöðum og hann endurgalt Húsfellingum eftir megni það sem hann þáði af þeim. Hann bauð Freymóði á skólann með börnum sínum. Þar voru örlögin drengnum hliðholl og menntaferill hans hófst. Ég veit að hann þakkaði Jósepi að hann komst á menntaveg og varð síðar lögfræðingur,“ segir Þorsteinn.
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Listamenn og fleira fólk
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Náttúrufegurð í nágrenni Húsafells er mikil og listamenn sóttust eftir að dvelja þar. Frægastur þeirra var Ásgrímur Jónsson málari. „Hann kom nánast á hverju sumri og hafði þá eitt herbergi fyrir sig á hæðinni og var það kallað kamesið. Á hæðinni var einnig fremri og innri stofa og eitt lítið herbergi sem var varla nógu rúmgott fyrir stóran mann að sofa í. Herdís svaf oft í því herbergi,“ segir Þorsteinn.
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Árið 1930 varð fyrst bílfært milli Norður- og Suðurlands. Við gefum Þorsteini orðið: „Fyrst braust yfir Kaldadal maður sem hét Jónatan Þorsteinsson. En svo var gert bílfært þessa leið skömmu síðar. Þá jókst umferðin svo mikið á Húsafelli að það þurfti að ráða sérstakar vinnukonur til þess að annast gesti. En árið 1932 varð svo fært fyrir Hvalfjörð. Þá fækkaði gestum mjög. En það var samt alltaf gestagangur á Húsafelli.“
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Af fleirum sem þangað komu reglulega má nefna listamenn eins og Þorvald Skúlason og Júlíönu Sveinsdóttur. „Júlíana og Muggur komu reyndar fyrir mitt minni og Jón Þorleifsson var þarna um 1930 og ég man ekki eftir honum. En ég man vel eftir Þorvaldi Skúlasyni, hann kom eftir stríð,“ segir Þorsteinn. Aðspurður um hvort heimilisfólk hafi kynnst þessu fólki nefnir hann að Ásgrímur blandaðist fólkinu alveg fullkomlega. „Hann var mikill vinur Gunnu og hafði gaman af Kobba. Hann fræddi krakkana eins og hann gat um allt sem hann kunni. Hann var alltaf fínt klæddur og stafaði af honum virðuleiki. Hann var með grammófón og plötur og spilaði fyrir fólkið,“ segir Þorsteinn. Ásgrímur unni sígildri tónlist og var það upplifun fyrir fólkið að fræðast um tónskáldin og hlusta á plöturnar „Ásgrímur kom fyrst 1915 og var alls í um þrjátíu sumur á Húsafelli. Þar málaði hann m.a. mynd, líklega 1915 eða 1916, sem hann kom með innrammaða og gaf Ástríði ömmu minni.“ Þorsteinn bendir á málverkið sem nú prýðir stofuna þeirra. „Aldrei hefur okkur dottið í hug að skipta um rammann! Ramminn á ekki að draga að sér athyglina sagði Ásgrímur.“
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Kobbi
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}„Það var ekki setið yfir fé nema á veturna,“ segir Þorsteinn. „Það féll þá í hlut Jakobs. Féð var rekið á haga og hann stóð yfir því á daginn. Einu sinni var hann búinn að reka féð upp með Selgili. Um kvöldið vantaði nokkrar kindur og hann ræddi það sínum sterka rómi þegar hann kom heim. Daginn eftir rak hann féð á sömu slóðir. Þegar hann kom heim, hljóp Magnús á móti honum og sagði: „Fannstu ekki kindurnar?“ Þá svaraði Jakob að bragði:
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Fram á Fífusundi fann ég rollugreyin,
þær hræddust smalahundinn og hrukku niður veginn.
Ofan í Seli sáu systur og frænkur bíta.
Vildu vaða gilið, vættu sokka hvíta.
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}„Kobbi var síyrkjandi alla tíð,“ segir Þorsteinn. „Faðir hans var Guðmundur Sigurðsson frá Háafelli í Hvítársíðu, albróðir Helga á Rauðsgili í Hálsasveit, föður Jóns Helgasonar skálds. Þeir voru býsna líkir bræðrasynirnir Kobbi og Jón Helgason. En Kobbi fékk ekki að menntast, hann var bara í einn mánuð í barnaskóla. „Ég æfði mig að skrifa með broddstaf á svell,“ sagði Kobbi. Hann skrifaði mjög skýra og góða rithönd og stílaði sendibréf með ágætum. Hann var mest af sinni starfsævi á Húsafelli. Hann var eitthvað á öðrum bæjum eftir að hann fór að heiman. Eitthvað var hann á Gilsbakka. Séra Magnús fann hvað hann var næmur og nefndi að hann ætti að læra, en á því voru engin tök vegna fátæktar. Hann reyndi að búa á móti föður sínum en þeir voru of skapstórir til að þeim lynti saman. Á Húsafelli var skapi Kobba betur tekið en hafði verið á Kolsstöðum. Það lynti heldur engum illa við föður minn. En milli Kobba og annarra hjúa á bænum var oft hávaði sem pabbi minn lét afskiptalausan. Kobbi var mikill húmanisti og safnaði bókum. Það sem prýddi hann sérstaklega var örlæti, það var ekki sá hlutur til í hans eigu sem hann gat ekki lánað öðrum ef á þurfti að halda. Hann lét girða kirkjugarðinn á sinn kostnað árið 1929.“
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Gunna
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Gunna kemur líklega að Húsafelli um 1890 og var þar fram til haustsins 1956, þá orðin karlæg. Þegar hún var 11 ára gömul missti hún Jón föður sinn. Hann hafði farið „í skóg“ sem kallað var. Menn höfðu þá ljái sem dengja þurfti í eldsmiðju og þurftu að eiga viðarkol. Svo þá var farið til skógarbónda til að fá að gera til kola og Jón fór að Húsafelli. Á leið heim varð honum afar kalt og veiktist af því og dó. Helga móðir Gunnu giftist síðar aftur, karli sem hét Árni og þótti heldur duglítill. Þessi vísa var ort um það:
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Helga bónda einn sér á,
upp í góndi loftið sá.
Engan hest í heimi á,
hans svo nestið bera má.
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Svo fór að Helga og Árni fluttu til Vesturheims og að minnsta kosti tveir synir þeirra með. „Þau hvöttu Gunnu til að koma líka, en Ástríður amma mín harðbannaði henni það og Gunna varð við það sáróánægð,“ segir Þorsteinn. „En amma kunni ráð við þessu. Snorri bróðir hennar var þá í fátæktarbasli og hún sendi Gunnu að Laxfossi til að taka krakka af honum. Hún tók Sigurð Snorrason misserisgamlan og það var hún sem annaðist hann í uppeldinu. „Síðan datt mér aldrei í hug að fara,“ sagði Gunna, „fyrst blessaður Siggi minn var kominn.“
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Hún prjónaði bæði sokka og vettlinga á hverju ári til að gefa blessuðum Sigga. Seinna varð hann bóndi á Gilsbakka. Þá kom hann alltaf einu sinni á ári með Guðrúnu konu sinni ríðandi að Húsafelli til að heimsækja Gunnu. Síðar þegar kona hans dó fyrir aldur fram giftist hann Önnu Brynjólfsdóttur frá Hlöðutúni í Stafholtstungum. Hún tók Gunnu að Gilsbakka þegar hún var orðin lasburða og annaðist hana fram í andlátið um ári síðar. Gunna eignaðist bækur því að hún var bókhneigð og fólk gaf henni þær. Freymóður sendi henni til dæmis alltaf bækur á jólunum, “ segir Þorsteinn.
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Ferðin með Kobba
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Aðspurður um búskaparhætti segir Þorsteinn að hrossin á Húsafelli hafi verið um tuttugu talsins og notuð til allra verka auk þess sem allt var farið á hestum. „Vagnhestar voru aldrei færri en þrír og varningur var bæði fluttur á kerrum og í klyfjum. Maður lærði að búa upp á hest í lest og binda sátur,“ segir hann. Á Húsafelli var fjós fyrir sex kýr og hlaða og fjárhús fyrir 250 fjár. Fjósið var um 50 metra nær fjallinu. En fjárhúsið var í um 250 fjarlægð í hina áttina. Þar var síðar byggt hesthús. Svo var annað hesthús, sambyggt við fjóshlöðuna. Svo það var hús fyrir allar skepnur á Húsafelli. Vor og haust var farið upp á Arnarvatnsheiði til veiða silung og það var oftast Kobbi sem fór í þær ferðir. Síðar þegar hann var að verða farlama fórum við eitt sinn tveir saman upp á heiði. Ég var með riffil og var að reyna að skjóta veiðibjöllur á flugi en hitti enga. Ég var með 39 skot í farteskinu og eyddi þeim. Eitt sinn lá Kobbi í tjaldinu og svaf þegar ég hrinti bát á flot og vitjaði um netin. Það hafði lómur drepið sig í netinu. „Hvað fékkstu?“ Sagði Kobbi. „Nú ég fékk einn lóm,“ sagði ég. Þá mælti hann þetta af munni fram:“
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Fræknleg þykir fjallaþraut
fæst oft af því sómi,
þrjátíu og átta skotum skaut,
skjálfhentur að lómi.
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Þorsteinn minnist þess að Kobbi hafi alla tíð verið gigtveikur. Það versnaði smám saman og hann varð haltari. Þá bölvaði hann því að vera svona illa haldinn. Hann lést að lokum úr krabbameini, þá kominn á Grund í Reykjavík. Þorsteinn segir að stundum hafi verið hávaðasamt milli Herdísar og Kobba. „Kobbi hafði þann óvana að tala illa um alla, þó það væru góðir vinir hans. Það var gert af ávana og má nærri geta hvernig hann talaði um Herdísi. En þegar hún var farin frá Húsafelli og farin að vera í Reykjavík var enginn sem hugsaði betur um Kobba en hún, hún bar mikla umhyggju fyrir honum og talaði vel um hann.“
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Verkin á bænum
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}„Það var varla nokkuð það verk sem við tókum ekki þátt í,“ segir Þorsteinn. „Ég lærði fljótlega að mjólka kýrnar og fannst það dálítið erfitt. Svo þegar ég var að vinna með bræðrum mínum var ég yngri og veigaminni en þeir og það gat verið snúið. Á Húsafelli voru fimm til sex kýr, þar til að túnið fór að stækka og tæknibyltingin varð, þá fjölgaði þeim upp á annan tuginn og farið var að selja mjólk. Það voru 220 til 250 fjár og gömul hefð að vinnumannskaupið var að eiga tuttugu kindur á fóðrum og tvo hesta. Þetta voru tekjur Kobba,“ segir hann loks.
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Þar með er komið að lokum þessa samtals við Þorstein Þorsteinsson um æskuárin á Húsafelli. Með níutíu og sjö ár að baki býr hann að þekkingu og minni sem margur yngri mætti vera stoltur af. Blaðamaður þakkar eðalstund.
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}Guðrún Jónsdóttir skráði
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "\r\n\r",
"innerBlocks": []
}