Fréttir

Áhugaverð störf auglýst til umsóknar

Í Skessuhorni sem var að koma út er að finna nokkrar atvinnuauglýsingar sem vert er að gefa gaum.

Landbúnaðarháskóli Íslands auglýsir starf bústjóra Hvanneyrarbúsins ehf. á Hvanneyri. Umsóknarfrestur er til 24. janúar næstkomandi.

Starf framkvæmdastjóra Höfða – hjúkrunar- og dvalarheimilis á Akranesi er laust til umsóknar. Þar er umsóknarfrestur til og með 20. janúar.

Nýstofnað fyrir tæki á Akranesi; EBÓ Pípu- véltækniþjónusta og ráðgjöf auglýsir tvö störf; pípara og vélvirkja laus til umsóknar. Þar er tekið við umsóknum á alfred.is

Loks auglýsir Verkís tvö störf á Vesturlandi laus til umsóknar. Annars vegar rafkerfahönnuð og hins vegar byggingahönnuð. Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar.

Sjá nánar í prentútgáfu Skessuhorns og með PDF áskrift á; skessuhorn.is/askrift

Áhugaverð störf auglýst til umsóknar - Skessuhorn