
Sigurður Júlíusson og Helle Larsen, nýir eigendur Borgarsports í Hyrnutorgi. Ljósm. hig
Eigendaskipti á Borgarsporti í Borgarnesi
Sigurður Júlíusson er nýr eigandi Borgarsports í Borgarnesi en hann og meðeigandi hans, móðir hans Helle Larsen, voru að taka á móti viðskiptavinum í búðinni í gær þegar blaðamaður leit við. „Ég var búinn að vera að velta þessu fyrir mér; að eiga og reka Borgarsport, en Steini fyrrverandi eigandi, var að kaupa glugga af pabba og þetta barst eitthvað í tal og þá fór boltinn að rúlla. Við byrjuðum að tala um þetta í byrjun desember og nú eru eigendaskiptin um garð gengin og við getum farið að bretta upp ermar,“ segir Sigurður sem undanfarin ár hefur verið verslunarstjóri í Nettó í Hyrnutorgi.