
Á tímamótum. Ljósm. tfk
Horft yfir farinn veg og litið til nýja ársins
Nú þegar við höfum kvatt árið 2024 er ekki úr vegi að líta aðeins um öxl. Eins og áður leitaði Skessuhorn til forystufólks í sveitarfélögum í landshlutanum og bað það um að svara laufléttum spurningum; um hvað stæði upp úr frá árinu sem var að líða - og hvers þeir vænta á því nýja. Hér á eftir fara svör tíu sveitarstjóra og oddvita. Liðið ár var sannarlega viðburðaríkt og væntingar um gott ár framundan.