Álfakóngur og -drottning ganga fylktu liði á Þyrlupallinn á Jaðarsbökkum á Akranesi að kvöldi þrettándans. Þar var varðeldur og flugeldasýning í boði Björgunarfélags Akraness. Ljósm. Jón Gautur Hannesson
Jólin kvödd með formlegum hætti – myndasyrpa
Sannkölluð hátíðarstemning var í Borgarnesi að kvöldi þrettándans. Hátíðarhöldin voru í Englendingavík þar sem Kirkjukór Borgarneskirkju söng hátíðleg lög og þar voru smákökur og kakó í boði Geirabakarís og veitingastaðarins Englendingavíkur. Flugeldasýning í umsjón Björgunarsveitarinnar Brákar hófst klukkan 18.30 út á Vesturnesi og út í Litlu-Brákarey og gladdi það mannfjöldann sem saman var kominn í Englendingavík. Ljósm. hig
Jólin kvödd með formlegum hætti - myndasyrpa - Skessuhorn