Fréttir

true

Fyrsta barn ársins á Akranesi fæddist 2. janúar

Á síðasta ári fæddust 309 börn á fæðingadeild HVE á Akranesi í jafn mörgum fæðingum. Að sögn Hrafnhildar Ólafsdóttur ljósmóður og deildarstjóra er þetta töluverð fjölgun frá árinu á undan en þá fæddust 264 börn á Akranesi. Metfjöldi fæðinga á Akranesi var árið 2010 þegar 358 börn fæddust þar. Fyrsta barn nýs árs á Akranesi…Lesa meira

true

Þrettándagleði í Borgarnesi

Sannkölluð hátíðarstemning var í gær í Borgarnesi, mánudaginn 6. janúar þegar Borgnesingar kvöddu jólin. Hátíðarhöldin voru í Englendingavík þar sem Kirkjukór Borgarneskirkju söng hátíðleg lög og þar voru smákökur og kakó í boði Geirabakarís og veitingastaðarins Englendingavíkur. Flugeldasýning í umsjón Björgunarsveitarinnar Brákar hófst klukkan 18.30 út á Vesturnesi og út í Litlu-Brákarey og gladdi það…Lesa meira

true

Þrettándagleði í Grundarfirði

Grundfirðingar kvöddu jólin á þrettándanum eins og hefð er fyrir. Þá var kveikt upp í eldstæðum í Þríhyrningnum þar sem hægt var að grilla sykurpúða. Níundi bekkur bauð upp á heitt kakó og skólakór grunnskólans söng nokkur lög. Björgunarsveitin Klakkur sá svo um glæsilega flugeldasýningu sem lýsti upp himininn.Lesa meira

true

Ljónheppinn tippari á Vesturlandi

Glúrinn tippari af Vesturlandi var með alla leikina 13 rétta á enska getraunaseðlinum hjá Íslenskum getraunum síðastliðinn laugardag. Fær hann 940.000 krónur í vinning. Tipparinn tvítryggði sex leiki og þrítryggði tvo leiki og var með eitt merki á fimm leikjum og kostaði getraunaseðillinn 7.488 krónur.Lesa meira

true

Blóði safnað á Akranesi í dag

Blóðbankabíllinn verður við Stillholt 16-18 á Akranesi í dag, þriðjudaginn 07. janúar, frá kl. 10:00 – 17:00. Þangað eru allir sem mega gefa blóð hvattir til að mæta.Lesa meira

true

Munu hirða jólatrén á næstu dögum

Akraneskaupstaður mun sjá um hirðingu jólatrjáa dagana 6.-10. janúar og er það í boði fyrir alla bæjarbúa. Fram kemur á þjónustusíðu bæjarins að það eina sem íbúar þurfi að gera sé að setja trén út við götu. Áréttað er að eingöngu jólatré verða tekin, ekki annað sorp. „Akraneskaupstaður vill nýta tækifærið og hvetja bæjarbúa til…Lesa meira

true

Einar Margeir valinn annað árið í röð

Í kvöld voru tilkynnt úrslit í kjöri á Íþróttamanneskju Akraness árið 2024 og var viðburðurinn sýndur í beinni útsendingu ÍATV frá frístundamiðstöðinni á Garðavöllum. Það var sundmaðurinn Einar Margeir Ágústsson sem var valinn að þessu sinni og var þetta í annað skiptið í röð sem hann hlýtur þessa útnefningu. Í öðru sæti var knattspyrnumaðurinn Viktor…Lesa meira

true

Bjarni Benediktsson hættir þingmennsku

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti nú rétt í þessu að hann væri hættur þingmennsku og gefur ekki kost á sér í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Bjarni ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum og mun Jón Gunnarsson fv. ráðherra taka sæti hans á þingi. Í tilkynningu sem Bjarni birtir á Facebook…Lesa meira

true

Blóðsöfnun á Akranesi á morgun

Blóðbankabíllinn verður við Stillholt 16-18 á Akranesi á morgun, þriðjudaginn 07. janúar frá kl. 10:00 – 17:00. Þangað eru allir sem mega gefa blóð hvattir að mæta.Lesa meira

true

Segir að ekkert sveitarfélag vilji standa í vegi fyrir verðmætasköpun og orkuöryggi

Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, birti grein í byrjun nýs árs á vef Borgarbyggðar sem ber titilinn „Sjónarmið í orkumálum.“ Þar kemur fram að aukin framleiðsla á endurnýtanlegri orku og tryggur flutningur orku um land allt sé hagsmunamál þjóðarinnar, ein forsenda verðmætasköpunar og aukinna útflutningstekna. Að leggja verði ríka áherslu að tryggt sé að nærsamfélög…Lesa meira